Færri íslensk skáldverk á þessu ári en á því síðasta UE skrifar 21. október 2013 17:30 Egill Örn Jóhannsson og Guðrún Vilmundardóttir. Frestur til að skila inn auglýsingum í Bókatíðindi rann út síðastliðinn föstudag. Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir færri íslensk skáldverk gefin út á þessu ári en á því síðasta. Heildarfjöldi skáldsagna er þó svipaður þar sem fleiri þýddar skáldsögur koma út á þessu ári en í fyrra. Þá hefur sala á rafbókum aukist undanfarin ár. Guðrún Vilmundardóttur hjá Bjarti segir það einnig vera tilfinningu sína að almennt sé íslensk skáldsagnaútgáfa á þessu ári minni í sniðum en í fyrra. Bjartur og Veröld eru samanlagt með 52 bækur í Bókatíðindum í ár. Sá fjöldi er á pari við bókaútgáfu síðasta árs. Hjá Bjarti koma út þrjár nýjar skáldsögur í haust. Meðal annars er ein eftir Eirík Guðmundsson og önnur eftir Jón Kalman Stefánsson. „Árið í fyrra var sérstaklega stórt skáldsagnaár,“ segir Guðrún. „Ef höfundur er tilbúinn með skáldsögu þá er sjaldgæft að útgefandi biðji hann að bíða með bókina fram á næsta ár.“ Þessi partur af útgáfunni sveiflast því mikið á milli ára. Egill Örn segir að það sé ánægjulegt í hve miklum mæli útgáfa skáldsagna, bæði íslenskra og þýddra er byrjuð að dreifast yfir árið. „Fleiri skáldsögur koma út á fyrri hluta ársins sem er afar jákvætt fyrir bókamarkaðinn í heild. Það kemur höfundum, útgefendum og ekki síst lesendum til góða. Það er erfiðara að kynna sér jólabókaflóðið í heild sinni þegar koma út hundruð bóka á nokkrum vikum.“ Á Íslandi hefur það lengi verið þannig að síðustu vikuna fyrir jól fer fram nánast jafnmikil sala og allan fyrri hluta ársins. „Sala á bókum á öðrum árstímum hefur aukist verulega á undanförnum árum. Ég myndi telja, ef við horfum tíu ár aftur í tímann, að sala á bókum á fyrri hluta árs hafi aukist um mörg hundruð prósent, án þess að salan komi niður á jólabókaflóðinu.“Er þá bókin ekki að deyja út?„Nei, bókin er alls ekki að deyja út, en samkeppnin um þennan tíma sem fólk hefur til að stunda afþreyingu hefur aukist mjög. Bókaútgefendur eru að keppa til dæmis við samfélagsmiðla.“ Sala á rafbókum hefur verið að aukast undanfarin ár. „Við lítum á rafbókaútgáfu sem tækifæri til að koma til móts við fleiri lesendur.“ Egill segir útilokað að rafbókin taki alfarið við af prentuðu bókinni. Rafbókaútgáfa komi þó til með að aukast mikið. Pláss kemur til með að verða dýrara í fjölmennari heimi. „Nú þegar er farið að sjá merki þess að fólk hefur minna pláss fyrir prentaðar bækur. Til dæmis er óhagkvæmt að taka þær með á ferðalögum þegar fólk þarf að borga fyrir töskupláss. Þá getur fólk látið duga að ferðast með spjaldtölvur í staðinn.“ Egill telur þó óhugsandi að útgáfa prentaðra bóka leggist alveg af. „Ef eitthvað er munu gæði prentaðra bóka aukast og það má vera að meira verði lagt í umbúð og umgjörð. Þá hefur fólk bara fallegustu prentgripina uppi og bókaútgefendur geta keppst um fallegustu prentgripina.“ Egill segir ævisögur einnig hafa breyst undanfarin ár. „Þessar viðtalsbækur sem voru svo vinsælar fyrir 10-15 árum eiga ekki upp á pallborðið eins og áður. Viðtöl í tímaritum og á internetinu gætu hafa haft áhrif á þessa þróun. Hvort þetta er komið til að vera er ekki hægt að segja. Útgáfa vandaðra ævisagna er þó hvergi nærri lokið.“ Að sögn Egils eru unglinga- og barnabækur í sókn. Til að undirstrika þá sókn enn frekar hefur Félag íslenskra bókaútgefenda fjölgað um einn flokk í Íslensku bókmenntaverðlaununum. Verðlaun í flokki íslenskra barna- og unglingabóka verða veitt í fyrsta sinn á næsta ári. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Frestur til að skila inn auglýsingum í Bókatíðindi rann út síðastliðinn föstudag. Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir færri íslensk skáldverk gefin út á þessu ári en á því síðasta. Heildarfjöldi skáldsagna er þó svipaður þar sem fleiri þýddar skáldsögur koma út á þessu ári en í fyrra. Þá hefur sala á rafbókum aukist undanfarin ár. Guðrún Vilmundardóttur hjá Bjarti segir það einnig vera tilfinningu sína að almennt sé íslensk skáldsagnaútgáfa á þessu ári minni í sniðum en í fyrra. Bjartur og Veröld eru samanlagt með 52 bækur í Bókatíðindum í ár. Sá fjöldi er á pari við bókaútgáfu síðasta árs. Hjá Bjarti koma út þrjár nýjar skáldsögur í haust. Meðal annars er ein eftir Eirík Guðmundsson og önnur eftir Jón Kalman Stefánsson. „Árið í fyrra var sérstaklega stórt skáldsagnaár,“ segir Guðrún. „Ef höfundur er tilbúinn með skáldsögu þá er sjaldgæft að útgefandi biðji hann að bíða með bókina fram á næsta ár.“ Þessi partur af útgáfunni sveiflast því mikið á milli ára. Egill Örn segir að það sé ánægjulegt í hve miklum mæli útgáfa skáldsagna, bæði íslenskra og þýddra er byrjuð að dreifast yfir árið. „Fleiri skáldsögur koma út á fyrri hluta ársins sem er afar jákvætt fyrir bókamarkaðinn í heild. Það kemur höfundum, útgefendum og ekki síst lesendum til góða. Það er erfiðara að kynna sér jólabókaflóðið í heild sinni þegar koma út hundruð bóka á nokkrum vikum.“ Á Íslandi hefur það lengi verið þannig að síðustu vikuna fyrir jól fer fram nánast jafnmikil sala og allan fyrri hluta ársins. „Sala á bókum á öðrum árstímum hefur aukist verulega á undanförnum árum. Ég myndi telja, ef við horfum tíu ár aftur í tímann, að sala á bókum á fyrri hluta árs hafi aukist um mörg hundruð prósent, án þess að salan komi niður á jólabókaflóðinu.“Er þá bókin ekki að deyja út?„Nei, bókin er alls ekki að deyja út, en samkeppnin um þennan tíma sem fólk hefur til að stunda afþreyingu hefur aukist mjög. Bókaútgefendur eru að keppa til dæmis við samfélagsmiðla.“ Sala á rafbókum hefur verið að aukast undanfarin ár. „Við lítum á rafbókaútgáfu sem tækifæri til að koma til móts við fleiri lesendur.“ Egill segir útilokað að rafbókin taki alfarið við af prentuðu bókinni. Rafbókaútgáfa komi þó til með að aukast mikið. Pláss kemur til með að verða dýrara í fjölmennari heimi. „Nú þegar er farið að sjá merki þess að fólk hefur minna pláss fyrir prentaðar bækur. Til dæmis er óhagkvæmt að taka þær með á ferðalögum þegar fólk þarf að borga fyrir töskupláss. Þá getur fólk látið duga að ferðast með spjaldtölvur í staðinn.“ Egill telur þó óhugsandi að útgáfa prentaðra bóka leggist alveg af. „Ef eitthvað er munu gæði prentaðra bóka aukast og það má vera að meira verði lagt í umbúð og umgjörð. Þá hefur fólk bara fallegustu prentgripina uppi og bókaútgefendur geta keppst um fallegustu prentgripina.“ Egill segir ævisögur einnig hafa breyst undanfarin ár. „Þessar viðtalsbækur sem voru svo vinsælar fyrir 10-15 árum eiga ekki upp á pallborðið eins og áður. Viðtöl í tímaritum og á internetinu gætu hafa haft áhrif á þessa þróun. Hvort þetta er komið til að vera er ekki hægt að segja. Útgáfa vandaðra ævisagna er þó hvergi nærri lokið.“ Að sögn Egils eru unglinga- og barnabækur í sókn. Til að undirstrika þá sókn enn frekar hefur Félag íslenskra bókaútgefenda fjölgað um einn flokk í Íslensku bókmenntaverðlaununum. Verðlaun í flokki íslenskra barna- og unglingabóka verða veitt í fyrsta sinn á næsta ári.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira