Vala Matt: Uppskriftir Óskar og Þóru frá Seyðisfirði 22. október 2013 11:21 Vala Matt fékk gómsætar uppskriftir á Seyðisfirði í sælkeraþætti sínum sem sýndur er á Stöð 2. Hér má sjá uppskrift Óskar Ómarsdóttur: Lambakóróna með koníakslerkisveppasósu Smjör sett á pönnu og hitað. Lambakjötið sett á pönnuna og um leið er sett smá timian og blóðberg. Hvítlaukur skorinn í þunnar sneiðar og settur á pönnuna. Þegar kjötið hefur aðeins brúnast er því snúið við og sett salt og pipar. Þegar kjötið er orðið brúnað á báðum hliðum er það sett í ofn í ca. 8 til 10 mínútur. Á meðan kjötið er í ofninum er hellt smá koníaki á pönnuna og látið malla í smá tíma. Síðan er pannan sett til hliðar. Koníaks lerkisveppasósa Smjör sett á pönnuna og það látið bráðna. Þá er laukur (hvítur laukur) skorinn niður og látinn gyllast í smjörinu. Sveppunum er síðan bætt útí og saltað og piprað og síðan sett smá timian og blóðberg á pönnuna. Þegar laukurinn og sveppirnir eru vel steiktir er rjóma hellt yfir og hann látinn hitna til að taka í sig bragðið. Svo er soðinu af hinni pönnunni með knoíakinu sigtað útí og hrært saman. Að lokum er sett ein teskeið af hrútaberjasósu útí til að fá smá sætabragð.Meðlæti: Kartöflur steiktar forsoðnar og niðurskornar á pönnu með blóðbergi og salti og pipar og grænt sallat frá Vallarnesi með bláberjadressingu sem er gerð úr hituðum og mörðum aðalbláberjum.Þá eldaði Þóra Guðmundsdóttir á Seyðisfirði einnig fyrir Völu. Bökuð sellerírót með biggottói og salati Bakað sellerírótarbuff. Byrjað er á því að skræla sellerírót. Hún síðan skorin í sneiðar ca.1- 2 ja sentimetra þykkar. Sneiðunum er síðan velt uppúr eggi og semsamfræjum. Sneiðarnar eru settar í eldfast form. Smjör sett ofan á sneiðarnar og smá salt og pipar. Og síðan er formið sett í ofn í ca. 20 mínútur til hálftíma. Biggottó. Lerkisveppir (eða venjulegir sveppir) eru skornir í sneiðar. Hvannarblöð eru skorin niður (best er að taka yngstu laufin). Sveppirnir og hvönnin sett á pönnu með smjöri og steikt ca. 5 mínútur. Soðið bygg er síðan sett á pönnuna og þessu blandað saman og saltað og piprað. Byggið er forsoðið í ca. 40 mínútur og gott að vera búinn að leggja það í bleyti áður. Best er að lesa leiðbeiningar utaná bygginu. Þetta bygg er lífrænt frá Vallarnesi. Síðan er parmesan ostur rifinn yfir og magnið eftir smekk. Sallat. Appelsína skræld og skorin í bita. Fennel er einnig skorið í bita og svo síðast sett niðursneitt koriander með. Þessu er einfaldlega blandað saman og borið fram með bökuðu sellerírótinni og biggottóinu. Lambakjöt Uppskriftir Vala Matt Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Vala Matt fékk gómsætar uppskriftir á Seyðisfirði í sælkeraþætti sínum sem sýndur er á Stöð 2. Hér má sjá uppskrift Óskar Ómarsdóttur: Lambakóróna með koníakslerkisveppasósu Smjör sett á pönnu og hitað. Lambakjötið sett á pönnuna og um leið er sett smá timian og blóðberg. Hvítlaukur skorinn í þunnar sneiðar og settur á pönnuna. Þegar kjötið hefur aðeins brúnast er því snúið við og sett salt og pipar. Þegar kjötið er orðið brúnað á báðum hliðum er það sett í ofn í ca. 8 til 10 mínútur. Á meðan kjötið er í ofninum er hellt smá koníaki á pönnuna og látið malla í smá tíma. Síðan er pannan sett til hliðar. Koníaks lerkisveppasósa Smjör sett á pönnuna og það látið bráðna. Þá er laukur (hvítur laukur) skorinn niður og látinn gyllast í smjörinu. Sveppunum er síðan bætt útí og saltað og piprað og síðan sett smá timian og blóðberg á pönnuna. Þegar laukurinn og sveppirnir eru vel steiktir er rjóma hellt yfir og hann látinn hitna til að taka í sig bragðið. Svo er soðinu af hinni pönnunni með knoíakinu sigtað útí og hrært saman. Að lokum er sett ein teskeið af hrútaberjasósu útí til að fá smá sætabragð.Meðlæti: Kartöflur steiktar forsoðnar og niðurskornar á pönnu með blóðbergi og salti og pipar og grænt sallat frá Vallarnesi með bláberjadressingu sem er gerð úr hituðum og mörðum aðalbláberjum.Þá eldaði Þóra Guðmundsdóttir á Seyðisfirði einnig fyrir Völu. Bökuð sellerírót með biggottói og salati Bakað sellerírótarbuff. Byrjað er á því að skræla sellerírót. Hún síðan skorin í sneiðar ca.1- 2 ja sentimetra þykkar. Sneiðunum er síðan velt uppúr eggi og semsamfræjum. Sneiðarnar eru settar í eldfast form. Smjör sett ofan á sneiðarnar og smá salt og pipar. Og síðan er formið sett í ofn í ca. 20 mínútur til hálftíma. Biggottó. Lerkisveppir (eða venjulegir sveppir) eru skornir í sneiðar. Hvannarblöð eru skorin niður (best er að taka yngstu laufin). Sveppirnir og hvönnin sett á pönnu með smjöri og steikt ca. 5 mínútur. Soðið bygg er síðan sett á pönnuna og þessu blandað saman og saltað og piprað. Byggið er forsoðið í ca. 40 mínútur og gott að vera búinn að leggja það í bleyti áður. Best er að lesa leiðbeiningar utaná bygginu. Þetta bygg er lífrænt frá Vallarnesi. Síðan er parmesan ostur rifinn yfir og magnið eftir smekk. Sallat. Appelsína skræld og skorin í bita. Fennel er einnig skorið í bita og svo síðast sett niðursneitt koriander með. Þessu er einfaldlega blandað saman og borið fram með bökuðu sellerírótinni og biggottóinu.
Lambakjöt Uppskriftir Vala Matt Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira