Stóru málin - Landspítalinn fær meira - óþarfi skorinn niður Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 22. október 2013 11:23 Er ástandið á Landspítalanum raunverulega jafn slæmt og af er látið, eru læknar á leið í verkfall og er virkilega hægt að rækta grænmeti til útflutnings á Íslandi. Lóa Pind Aldísardóttir ræddi spítalamál við Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar Alþingis, og Þorbjörn Jónsson, formann Læknafélags Íslands - og tómatastóriðju við Bjarna Jónsson, framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda.Vill ekki afnema skattalækkun fyrir Landspítala Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, vill ekki afnema 0,8% lækkun á tekjuskatti í milliskattþrepi – þótt það gæti skilað ríkissjóði um 5 milljörðum króna, öllu meira en Landspítalinn telur að þurfi til að hefja uppbyggingu starfseminnar að nýju. Hún segir fjárlaganefnd hins vegar þegar hafa fundið „óþarfa“ í öðrum fjárlagaliðum sem hún telur að hægt sé að skera niður til að auka fé til Landspítalans í fjárlögum ársins 2014.Tilbúinn að leiða verkfall lækna Formaður Læknafélags Íslands, Þorbjörn Jónsson, segir umtalsverða hækkun á línuna fýsilegustu leiðina til að bæta kjör lækna. Örfá prósent dugi ekki til að koma í veg fyrir íslenskir læknir, sérstaklega yngri læknar, flytji til útlanda þar sem þeir séu eftirsóttur starfskraftur.Óraunhæft risagróðurhús?Framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, Bjarni Jónsson, óttast að áform hollenska félagsins Esbro um að byggja risagróðurhús undir tómatarækt við Grindavík séu ekki reistar á raunhæfum forsendum. Hann grunar að stærstu kostnaðarliðirnir, rafmagns- og launakostnaður, standist ekki. Tilvonandi framkvæmdastjóri Esbro á Íslandi, Kristján Eysteinsson, var boðinn í þáttinn en hann afþakkaði boðið, sagði verkefnið á viðkvæmu stigi þar sem hvorki væri búið að ganga endanlega frá orkusamningum né samningum við íslenska fjárfesta. Ekki var því hægt að bera ýmis álitamál undir talsmann fyrirtækisins. Fram hefur komið í fréttum, að íslenskt fyrirtæki, Geogreenhouse ehf. sem hugðist reisa álíka stórt gróðurhús undir tómatarækt við Hellisheiðarvirkjun, hafi ekki tekist að finna fjárfesta að verkefninu. Bjarni segir þá ekki hafa talið tómatarækt til útflutnings arðbært verkefni Stóru málin Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Er ástandið á Landspítalanum raunverulega jafn slæmt og af er látið, eru læknar á leið í verkfall og er virkilega hægt að rækta grænmeti til útflutnings á Íslandi. Lóa Pind Aldísardóttir ræddi spítalamál við Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar Alþingis, og Þorbjörn Jónsson, formann Læknafélags Íslands - og tómatastóriðju við Bjarna Jónsson, framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda.Vill ekki afnema skattalækkun fyrir Landspítala Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, vill ekki afnema 0,8% lækkun á tekjuskatti í milliskattþrepi – þótt það gæti skilað ríkissjóði um 5 milljörðum króna, öllu meira en Landspítalinn telur að þurfi til að hefja uppbyggingu starfseminnar að nýju. Hún segir fjárlaganefnd hins vegar þegar hafa fundið „óþarfa“ í öðrum fjárlagaliðum sem hún telur að hægt sé að skera niður til að auka fé til Landspítalans í fjárlögum ársins 2014.Tilbúinn að leiða verkfall lækna Formaður Læknafélags Íslands, Þorbjörn Jónsson, segir umtalsverða hækkun á línuna fýsilegustu leiðina til að bæta kjör lækna. Örfá prósent dugi ekki til að koma í veg fyrir íslenskir læknir, sérstaklega yngri læknar, flytji til útlanda þar sem þeir séu eftirsóttur starfskraftur.Óraunhæft risagróðurhús?Framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, Bjarni Jónsson, óttast að áform hollenska félagsins Esbro um að byggja risagróðurhús undir tómatarækt við Grindavík séu ekki reistar á raunhæfum forsendum. Hann grunar að stærstu kostnaðarliðirnir, rafmagns- og launakostnaður, standist ekki. Tilvonandi framkvæmdastjóri Esbro á Íslandi, Kristján Eysteinsson, var boðinn í þáttinn en hann afþakkaði boðið, sagði verkefnið á viðkvæmu stigi þar sem hvorki væri búið að ganga endanlega frá orkusamningum né samningum við íslenska fjárfesta. Ekki var því hægt að bera ýmis álitamál undir talsmann fyrirtækisins. Fram hefur komið í fréttum, að íslenskt fyrirtæki, Geogreenhouse ehf. sem hugðist reisa álíka stórt gróðurhús undir tómatarækt við Hellisheiðarvirkjun, hafi ekki tekist að finna fjárfesta að verkefninu. Bjarni segir þá ekki hafa talið tómatarækt til útflutnings arðbært verkefni
Stóru málin Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira