Tuttugu ára afmæli X-977 - Ensími Ómar Úlfur skrifar 23. október 2013 13:14 Ensími kemur fram á afmælistónleikum X-977 29. október Hljómsveitin Ensími var stofnuð árið 1996. Upphafsmenn og stofnendur voru Hrafn Thoroddsen og Jón Örn Arnarson. Þeir félagar höfðu getið sér gott orð sem meðlimir í einni vinsælustu rokkhljómsveit landsins á þessu tíma. Þá langaði breyta til að gera eitthvað nýtt og spennandi. Eftir tímabil tilrauna með hljóðsmala og rafmagnsgítara fór tónlistin að taka á sig mynd. Útgáfusamningur var gerður við Dennis/Skífuna um útgáfu á fyrstu plötum hljómsveitarinnar. Fyrsta plata Ensími leit dagsins ljós í október 1998 og hlaut nafnið Kafbátamúsik. Platan fékk frábærar viðtökur og í framhaldi af því fékk hljómsveitin tvenn verðlaun á Íslensku Tónlistarverðlaununum fyrir það árið; sem bjartasta vonin og einnig var lagið Atari valið lag ársins. Í tónlistaruppgjöri síðustu aldamóta var platan einnig tilnefnd sem plata aldarinnar Árið 1999 var hafist handa við gerð annarar plötu sveitarinnar. Upptökustjórinn heimsþekkti Steve Albini sem er best þekktur fyrir vinnu sína með hljómsveitum og listamönnum eins og Pixies, Nirvana og Page & Plant (Led Zeppelin) lýsti áhuga sínum á að vinna með Ensími og kom hann til landsins og hljóðritaði hluta plötunnar sem síðan hlaut nafnið BMX og kom hún út á haustmánuðum 1999. Platan fékk góð viðbrögð og varð margverðlaunuð líkt og Kafbátamúsík árinu áður. Ensími sýndi og sannaði með þessari útgáfu að hún var komin til að vera. Eftir útgáfu BMX tók við tímabil þar sem hljómsveitin Ensími var dugleg við að kynna sig víða erlendis. Farið var í tónleikaferðir víða um Bandaríkin og Skandinavíu og áhugi erlendra útgáfufyrirtækja á hljómsveitinni töluverður. Árið 2001 var ákveðið að ráðast í gerð þriðju plötunnar. Ákveðið var að vinna þessa plötu með öðrum hætti en hinar tvær. Hljómsveitin ákvað að koma sér upp eigin hljóðveri og stýra sjálfir upptökum. Í október 2002 kom síðan út platan Ensími á vegum HITT/ Eddu og er þetta fyrsta plata Ensími sungin á ensku. Árið 2003 hætti Jón Örn trommari í hljómsveitinni og í hans stað settist Arnar Gíslason, sem hafði verið að spila með Stolía, Bang Gang o.fl Platan Gæludýr kom út árið 2010 og hlaut frábærar viðtökur gagnrýnenda og aðdáenda Ensími. Sveitin hafði legið í dvala enda voru mannabreytingar og meðlimir voru dreifðir um hnöttinn. Ensími er ein af þeim sveitum sem koma fram á afmælistónleikum X-977 í listasafni Reykjavíkur 29. október næstkomandi. Miðasala er í fullum gangi á miði.is. Hér fyrir neðan má sjá myndband af Ensími flytja lagið Heilræði af Gæludýr. Harmageddon Mest lesið Oasis að koma saman að nýju? Harmageddon „Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma“ Harmageddon Sönnun fyrir tilvist Guðs Harmageddon „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon Dóri DNA og stóru málin Harmageddon Segir heimsbyggðina standa í þakkarskuld við Snowden Harmageddon Sannleikurinn: Elsta systkinið mest óþolandi Harmageddon Hleypur á snærið hjá Bílastæðasjóði Harmageddon Er endurkoma Oasis í kortunum? Harmageddon
Hljómsveitin Ensími var stofnuð árið 1996. Upphafsmenn og stofnendur voru Hrafn Thoroddsen og Jón Örn Arnarson. Þeir félagar höfðu getið sér gott orð sem meðlimir í einni vinsælustu rokkhljómsveit landsins á þessu tíma. Þá langaði breyta til að gera eitthvað nýtt og spennandi. Eftir tímabil tilrauna með hljóðsmala og rafmagnsgítara fór tónlistin að taka á sig mynd. Útgáfusamningur var gerður við Dennis/Skífuna um útgáfu á fyrstu plötum hljómsveitarinnar. Fyrsta plata Ensími leit dagsins ljós í október 1998 og hlaut nafnið Kafbátamúsik. Platan fékk frábærar viðtökur og í framhaldi af því fékk hljómsveitin tvenn verðlaun á Íslensku Tónlistarverðlaununum fyrir það árið; sem bjartasta vonin og einnig var lagið Atari valið lag ársins. Í tónlistaruppgjöri síðustu aldamóta var platan einnig tilnefnd sem plata aldarinnar Árið 1999 var hafist handa við gerð annarar plötu sveitarinnar. Upptökustjórinn heimsþekkti Steve Albini sem er best þekktur fyrir vinnu sína með hljómsveitum og listamönnum eins og Pixies, Nirvana og Page & Plant (Led Zeppelin) lýsti áhuga sínum á að vinna með Ensími og kom hann til landsins og hljóðritaði hluta plötunnar sem síðan hlaut nafnið BMX og kom hún út á haustmánuðum 1999. Platan fékk góð viðbrögð og varð margverðlaunuð líkt og Kafbátamúsík árinu áður. Ensími sýndi og sannaði með þessari útgáfu að hún var komin til að vera. Eftir útgáfu BMX tók við tímabil þar sem hljómsveitin Ensími var dugleg við að kynna sig víða erlendis. Farið var í tónleikaferðir víða um Bandaríkin og Skandinavíu og áhugi erlendra útgáfufyrirtækja á hljómsveitinni töluverður. Árið 2001 var ákveðið að ráðast í gerð þriðju plötunnar. Ákveðið var að vinna þessa plötu með öðrum hætti en hinar tvær. Hljómsveitin ákvað að koma sér upp eigin hljóðveri og stýra sjálfir upptökum. Í október 2002 kom síðan út platan Ensími á vegum HITT/ Eddu og er þetta fyrsta plata Ensími sungin á ensku. Árið 2003 hætti Jón Örn trommari í hljómsveitinni og í hans stað settist Arnar Gíslason, sem hafði verið að spila með Stolía, Bang Gang o.fl Platan Gæludýr kom út árið 2010 og hlaut frábærar viðtökur gagnrýnenda og aðdáenda Ensími. Sveitin hafði legið í dvala enda voru mannabreytingar og meðlimir voru dreifðir um hnöttinn. Ensími er ein af þeim sveitum sem koma fram á afmælistónleikum X-977 í listasafni Reykjavíkur 29. október næstkomandi. Miðasala er í fullum gangi á miði.is. Hér fyrir neðan má sjá myndband af Ensími flytja lagið Heilræði af Gæludýr.
Harmageddon Mest lesið Oasis að koma saman að nýju? Harmageddon „Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma“ Harmageddon Sönnun fyrir tilvist Guðs Harmageddon „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon Dóri DNA og stóru málin Harmageddon Segir heimsbyggðina standa í þakkarskuld við Snowden Harmageddon Sannleikurinn: Elsta systkinið mest óþolandi Harmageddon Hleypur á snærið hjá Bílastæðasjóði Harmageddon Er endurkoma Oasis í kortunum? Harmageddon