Kappaksturinn fer fram eftir allt saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2013 08:39 Sebastian Vettel hugsi á æfingunni í morgun. Nordicphotos/Getty Hæstiréttur á Indlandi hefur frestað fyrirtöku í máli sem setti Formúlu 1 kappaksturinn um helgina í hættu. Skipuleggjendur kappakstursins eru sakaðir um að hafa ekki talið heiðarlega fram til skatts á síðasta ári. Var farið fram á það við Hæstarétt þar í landi að kappakstrinum í ár yrði frestað fyrir vikið. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að taka málið ekki fyrir fyrr en í næstu viku. Fyrir vikið fer kappaksturinn fram á sunnudaginn. Ljóst er að ekki verður keppt í Indlandi á næsta keppnistímabili. Skipuleggjendur vonast þó til að komast aftur á kortið árið 2015. Fyrsta æfingin fyrir kappaksturinn fór fram í morgun. Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur og liðsfélagi hans Mark Webber annar. Niko Rosberg á Mercedes var þriðji en Fernando Alonso lenti í vandræðum með gírskiptingu og náði aðeins tólfta besta tíma. Tímatakan fer fram í fyrramálið og hefst klukkan 8:30. Kappaksturinn hefst svo klukkan 9 á sunnudagsmorgun. Allt í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hæstiréttur á Indlandi hefur frestað fyrirtöku í máli sem setti Formúlu 1 kappaksturinn um helgina í hættu. Skipuleggjendur kappakstursins eru sakaðir um að hafa ekki talið heiðarlega fram til skatts á síðasta ári. Var farið fram á það við Hæstarétt þar í landi að kappakstrinum í ár yrði frestað fyrir vikið. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að taka málið ekki fyrir fyrr en í næstu viku. Fyrir vikið fer kappaksturinn fram á sunnudaginn. Ljóst er að ekki verður keppt í Indlandi á næsta keppnistímabili. Skipuleggjendur vonast þó til að komast aftur á kortið árið 2015. Fyrsta æfingin fyrir kappaksturinn fór fram í morgun. Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur og liðsfélagi hans Mark Webber annar. Niko Rosberg á Mercedes var þriðji en Fernando Alonso lenti í vandræðum með gírskiptingu og náði aðeins tólfta besta tíma. Tímatakan fer fram í fyrramálið og hefst klukkan 8:30. Kappaksturinn hefst svo klukkan 9 á sunnudagsmorgun. Allt í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira