Myrkvi: Mjúk áferð með löngu eftirbragði Úlfar Linnet skrifar 25. október 2013 16:45 Nú nýverið bárust fréttir af góðu gengi Myrkva á World Beer Awards. Eins og við allar fréttir af sigrum Íslendinga hlýnaði smáþjóðarhjartanu og við færðumst aðeins nær því að verða aftur best í heimi. En fréttin er merkilegri en virðist í fyrstu því Myrkvi vann til verðlauna í flokki kaffi- og súkkulaðibjóra - flokki sem enginn Íslendingur gat ímyndað sér að væri til hinn 1. mars 1989. Í þessum flokki eru allar bjórtegundir sem innihalda kaffi eða súkkulaði en í Myrkva er að finna hið fyrrnefnda. Nafn bjórsins er ekki út í loftið, bjórinn er kolbikasvartur með þykka brúna froðu. Ilmurinn ber með sér þétta rist og skýra kaffitóna. Mjög gott jafnvægi er milli beiskju, sætu og sýru. Kaffið gefur svo lokahnykkinn - vel til staðar en ekki yfirþyrmandi. Myrkvi hefur mjúka áferð, sem hafrar hjálpa til við að skapa, og eftirbragðið er langt og einkennist af kaffi. Í Myrkva tekst að feta hinn vandfarna gullna meðalveg. Bjórinn er í góðu jafnvægi á sama tíma og hann er áhugaverður og fer inn á óhefðbundnar slóðir. Ef horft er á þróun veitingastaða landsins síðustu ár virðast Íslendingar vera til í allt - þræða hráfæðis-, hamborgara- og sushistaði eins og enginn sé morgundagurinn. Að stíga aðeins út fyrir bjór-þægindarammann ætti því ekki vera mikið vandamál og tilvalið fyrir allt kaffi-, bjór- og nýmetisfólk að ljúka góðri máltíð á Myrkva – til dæmis með eftirréttinum.Fyrir hverja: Matgæðinga og kaffifólkEkki fyrir: Piña colada-þyrsta djammaraStaður og stund: Til að fullkomna máltíð eða rólega kvöldstundRangur staður: Kaffiþorsti á mánudagsmorgniÚlfar Linnet er bjórsérfræðingur Vísis. Hann er stofnmeðlimur og virkur félagi í Fágun (Félagi áhugamanna um gerjun), sem eru fjölmennustu samtök bjóráhugamanna á Íslandi. Hann er fyrsti kennarinn og prófessor emeritus í Bjórskólanum. Úlfar verður með vikulega umfjöllun um bjór á Vísi. Úlfar Linnet Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Nú nýverið bárust fréttir af góðu gengi Myrkva á World Beer Awards. Eins og við allar fréttir af sigrum Íslendinga hlýnaði smáþjóðarhjartanu og við færðumst aðeins nær því að verða aftur best í heimi. En fréttin er merkilegri en virðist í fyrstu því Myrkvi vann til verðlauna í flokki kaffi- og súkkulaðibjóra - flokki sem enginn Íslendingur gat ímyndað sér að væri til hinn 1. mars 1989. Í þessum flokki eru allar bjórtegundir sem innihalda kaffi eða súkkulaði en í Myrkva er að finna hið fyrrnefnda. Nafn bjórsins er ekki út í loftið, bjórinn er kolbikasvartur með þykka brúna froðu. Ilmurinn ber með sér þétta rist og skýra kaffitóna. Mjög gott jafnvægi er milli beiskju, sætu og sýru. Kaffið gefur svo lokahnykkinn - vel til staðar en ekki yfirþyrmandi. Myrkvi hefur mjúka áferð, sem hafrar hjálpa til við að skapa, og eftirbragðið er langt og einkennist af kaffi. Í Myrkva tekst að feta hinn vandfarna gullna meðalveg. Bjórinn er í góðu jafnvægi á sama tíma og hann er áhugaverður og fer inn á óhefðbundnar slóðir. Ef horft er á þróun veitingastaða landsins síðustu ár virðast Íslendingar vera til í allt - þræða hráfæðis-, hamborgara- og sushistaði eins og enginn sé morgundagurinn. Að stíga aðeins út fyrir bjór-þægindarammann ætti því ekki vera mikið vandamál og tilvalið fyrir allt kaffi-, bjór- og nýmetisfólk að ljúka góðri máltíð á Myrkva – til dæmis með eftirréttinum.Fyrir hverja: Matgæðinga og kaffifólkEkki fyrir: Piña colada-þyrsta djammaraStaður og stund: Til að fullkomna máltíð eða rólega kvöldstundRangur staður: Kaffiþorsti á mánudagsmorgniÚlfar Linnet er bjórsérfræðingur Vísis. Hann er stofnmeðlimur og virkur félagi í Fágun (Félagi áhugamanna um gerjun), sem eru fjölmennustu samtök bjóráhugamanna á Íslandi. Hann er fyrsti kennarinn og prófessor emeritus í Bjórskólanum. Úlfar verður með vikulega umfjöllun um bjór á Vísi.
Úlfar Linnet Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira