Myrkvi: Mjúk áferð með löngu eftirbragði Úlfar Linnet skrifar 25. október 2013 16:45 Nú nýverið bárust fréttir af góðu gengi Myrkva á World Beer Awards. Eins og við allar fréttir af sigrum Íslendinga hlýnaði smáþjóðarhjartanu og við færðumst aðeins nær því að verða aftur best í heimi. En fréttin er merkilegri en virðist í fyrstu því Myrkvi vann til verðlauna í flokki kaffi- og súkkulaðibjóra - flokki sem enginn Íslendingur gat ímyndað sér að væri til hinn 1. mars 1989. Í þessum flokki eru allar bjórtegundir sem innihalda kaffi eða súkkulaði en í Myrkva er að finna hið fyrrnefnda. Nafn bjórsins er ekki út í loftið, bjórinn er kolbikasvartur með þykka brúna froðu. Ilmurinn ber með sér þétta rist og skýra kaffitóna. Mjög gott jafnvægi er milli beiskju, sætu og sýru. Kaffið gefur svo lokahnykkinn - vel til staðar en ekki yfirþyrmandi. Myrkvi hefur mjúka áferð, sem hafrar hjálpa til við að skapa, og eftirbragðið er langt og einkennist af kaffi. Í Myrkva tekst að feta hinn vandfarna gullna meðalveg. Bjórinn er í góðu jafnvægi á sama tíma og hann er áhugaverður og fer inn á óhefðbundnar slóðir. Ef horft er á þróun veitingastaða landsins síðustu ár virðast Íslendingar vera til í allt - þræða hráfæðis-, hamborgara- og sushistaði eins og enginn sé morgundagurinn. Að stíga aðeins út fyrir bjór-þægindarammann ætti því ekki vera mikið vandamál og tilvalið fyrir allt kaffi-, bjór- og nýmetisfólk að ljúka góðri máltíð á Myrkva – til dæmis með eftirréttinum.Fyrir hverja: Matgæðinga og kaffifólkEkki fyrir: Piña colada-þyrsta djammaraStaður og stund: Til að fullkomna máltíð eða rólega kvöldstundRangur staður: Kaffiþorsti á mánudagsmorgniÚlfar Linnet er bjórsérfræðingur Vísis. Hann er stofnmeðlimur og virkur félagi í Fágun (Félagi áhugamanna um gerjun), sem eru fjölmennustu samtök bjóráhugamanna á Íslandi. Hann er fyrsti kennarinn og prófessor emeritus í Bjórskólanum. Úlfar verður með vikulega umfjöllun um bjór á Vísi. Úlfar Linnet Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Nú nýverið bárust fréttir af góðu gengi Myrkva á World Beer Awards. Eins og við allar fréttir af sigrum Íslendinga hlýnaði smáþjóðarhjartanu og við færðumst aðeins nær því að verða aftur best í heimi. En fréttin er merkilegri en virðist í fyrstu því Myrkvi vann til verðlauna í flokki kaffi- og súkkulaðibjóra - flokki sem enginn Íslendingur gat ímyndað sér að væri til hinn 1. mars 1989. Í þessum flokki eru allar bjórtegundir sem innihalda kaffi eða súkkulaði en í Myrkva er að finna hið fyrrnefnda. Nafn bjórsins er ekki út í loftið, bjórinn er kolbikasvartur með þykka brúna froðu. Ilmurinn ber með sér þétta rist og skýra kaffitóna. Mjög gott jafnvægi er milli beiskju, sætu og sýru. Kaffið gefur svo lokahnykkinn - vel til staðar en ekki yfirþyrmandi. Myrkvi hefur mjúka áferð, sem hafrar hjálpa til við að skapa, og eftirbragðið er langt og einkennist af kaffi. Í Myrkva tekst að feta hinn vandfarna gullna meðalveg. Bjórinn er í góðu jafnvægi á sama tíma og hann er áhugaverður og fer inn á óhefðbundnar slóðir. Ef horft er á þróun veitingastaða landsins síðustu ár virðast Íslendingar vera til í allt - þræða hráfæðis-, hamborgara- og sushistaði eins og enginn sé morgundagurinn. Að stíga aðeins út fyrir bjór-þægindarammann ætti því ekki vera mikið vandamál og tilvalið fyrir allt kaffi-, bjór- og nýmetisfólk að ljúka góðri máltíð á Myrkva – til dæmis með eftirréttinum.Fyrir hverja: Matgæðinga og kaffifólkEkki fyrir: Piña colada-þyrsta djammaraStaður og stund: Til að fullkomna máltíð eða rólega kvöldstundRangur staður: Kaffiþorsti á mánudagsmorgniÚlfar Linnet er bjórsérfræðingur Vísis. Hann er stofnmeðlimur og virkur félagi í Fágun (Félagi áhugamanna um gerjun), sem eru fjölmennustu samtök bjóráhugamanna á Íslandi. Hann er fyrsti kennarinn og prófessor emeritus í Bjórskólanum. Úlfar verður með vikulega umfjöllun um bjór á Vísi.
Úlfar Linnet Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira