Reisa fjárhús og rækta skóg fyrir kindur að bíta Kristján Már Unnarsson skrifar 27. október 2013 09:10 Guðríður Baldvinsdóttir og Einar Ófeigur Björnsson í Lóni í Kelduhverfi ásamt Ásdísi, elsta barninu. Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2. Á sveitabæ í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu reisir barnafjölskylda nú ný fjárhús. Þar er einnig verið að rækta skóg sem sérstaklega er ætlaður fyrir kindur. Þetta kemur fram í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, en þar verður rætt við hjónin Einar Ófeig Björnsson og Guðríði Baldvindóttur. Brot úr þættinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Þau búa í Lóni ásamt þremur ungum börnum sínum, en þegar við sjáum iðnaðarmenn reisa þar ný 500 fermetra fjárhús er það fyrsta spurningin, í ljósi umræðu um stöðu sauðfjárbænda, hvort þau séu orðin galin: „Jú, það getur alveg verið,” svarar Einar. „Samt er þetta ekki önnur umræða en var fyrir áratugum. Það er búið að tala um það lengi að sauðfjárrækt á Íslandi sé á vonarvöl og við erum nú lifandi enn.” Einar segir flestum ljóst að efla þurfi matvælaframleiðslu í heiminum og vonast til að sauðfjárrækt á Íslandi verði hluti af því. Þau segjast ná fram hagræðingu og vinnusparnaði með nýjum fjárhúsum. Ný tækni með nýjum gjafagrindum leysi af gömlu garðana. „Þetta er geysilega góð vinnuaðstaða hérna og þægindi. Ekki lengur gömlu góðu garðarnir sem þurfti að bera allt heyið í,” segir Guðríður. Hún er skógfræðingur að mennt að það vekur athygli okkar að þau planta trjám fyrir kindurnar að bíta í framtíðinni. Hún er spurð hvort það séu ekki helgispjöll að beita skóginn. Í þættinum „Um land allt” annaðkvöld svarar hún því hvernig það geti farið saman að vera sauðfjárbóndi og skógfræðingur. Í þættinum segir Guðríður einnig frá sápugerð „beint frá býli”, fjallað verður um mannlífið í Kelduhverfi og Öxarfjarðarskóli heimsóttur. Landbúnaður Norðurþing Um land allt Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Á sveitabæ í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu reisir barnafjölskylda nú ný fjárhús. Þar er einnig verið að rækta skóg sem sérstaklega er ætlaður fyrir kindur. Þetta kemur fram í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, en þar verður rætt við hjónin Einar Ófeig Björnsson og Guðríði Baldvindóttur. Brot úr þættinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Þau búa í Lóni ásamt þremur ungum börnum sínum, en þegar við sjáum iðnaðarmenn reisa þar ný 500 fermetra fjárhús er það fyrsta spurningin, í ljósi umræðu um stöðu sauðfjárbænda, hvort þau séu orðin galin: „Jú, það getur alveg verið,” svarar Einar. „Samt er þetta ekki önnur umræða en var fyrir áratugum. Það er búið að tala um það lengi að sauðfjárrækt á Íslandi sé á vonarvöl og við erum nú lifandi enn.” Einar segir flestum ljóst að efla þurfi matvælaframleiðslu í heiminum og vonast til að sauðfjárrækt á Íslandi verði hluti af því. Þau segjast ná fram hagræðingu og vinnusparnaði með nýjum fjárhúsum. Ný tækni með nýjum gjafagrindum leysi af gömlu garðana. „Þetta er geysilega góð vinnuaðstaða hérna og þægindi. Ekki lengur gömlu góðu garðarnir sem þurfti að bera allt heyið í,” segir Guðríður. Hún er skógfræðingur að mennt að það vekur athygli okkar að þau planta trjám fyrir kindurnar að bíta í framtíðinni. Hún er spurð hvort það séu ekki helgispjöll að beita skóginn. Í þættinum „Um land allt” annaðkvöld svarar hún því hvernig það geti farið saman að vera sauðfjárbóndi og skógfræðingur. Í þættinum segir Guðríður einnig frá sápugerð „beint frá býli”, fjallað verður um mannlífið í Kelduhverfi og Öxarfjarðarskóli heimsóttur.
Landbúnaður Norðurþing Um land allt Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira