Mjölnismenn sluppu með skrekkinn eftir bílveltu Kristjana Arnarsdóttir skrifar 27. október 2013 21:42 „Gunni fékk tvo skurði á hendina og ég fékk glerbrot í augað, smá rispu á hornhimnuna, en við sluppum alveg fáránlega vel,“ segir Þráinn Kolbeinsson, sem var í bílnum sem fór þrjár veltur af Þjórsárdalsvegi í Gnúpverjahreppi í gær. Þráinn og Gunnar Nelson, bardagakappinn góðkunni, voru ásamt tveimur öðrum félögum sínum á leiðinni í óvissuferð Mjölnis þegar óhappið varð. „Það kom bara allt í einu hálka. Við vorum samferða öðrum bíl sem keyrði á undan okkur. Þeir ákváðu að hringja til að láta okkur vita að þetta væri eiginlega vonlaust. Svo þegar þeir líta í baksýnisspegilinn þá sjá þeir bara hvar við fljúgum út af Þjórsármegin,“ segir Þráinn. Hann segir mikil mildi að bíllinn hafi ekki hafnað ofan í ánni. „Bíllinn stoppaði sem betur fer á dekkjunum, einhvern meter frá ánni.“Strákarnir skelltu sér í óvissuferð Mjölnis eftir aðhlynninguna.Strákarnir létu óhappið þó ekki stöðva sig og héldu ferð sinni áfram eftir aðhlynningu á Selfossi. „Við stoppuðum aðeins á Selfossi og náðum andanum en héldum svo bara áfram. Við létum þetta ekkert stöðva óvissuferðina,“ segir Þráinn og hlær. „Við náðum í skottið á þeim í Hveragerði, þangað voru allir mættir í bjórskóla.“ Þráinn birti þessa mynd á Instagram í gær en þar má sjá beygjuna þar sem bíllinn valt. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
„Gunni fékk tvo skurði á hendina og ég fékk glerbrot í augað, smá rispu á hornhimnuna, en við sluppum alveg fáránlega vel,“ segir Þráinn Kolbeinsson, sem var í bílnum sem fór þrjár veltur af Þjórsárdalsvegi í Gnúpverjahreppi í gær. Þráinn og Gunnar Nelson, bardagakappinn góðkunni, voru ásamt tveimur öðrum félögum sínum á leiðinni í óvissuferð Mjölnis þegar óhappið varð. „Það kom bara allt í einu hálka. Við vorum samferða öðrum bíl sem keyrði á undan okkur. Þeir ákváðu að hringja til að láta okkur vita að þetta væri eiginlega vonlaust. Svo þegar þeir líta í baksýnisspegilinn þá sjá þeir bara hvar við fljúgum út af Þjórsármegin,“ segir Þráinn. Hann segir mikil mildi að bíllinn hafi ekki hafnað ofan í ánni. „Bíllinn stoppaði sem betur fer á dekkjunum, einhvern meter frá ánni.“Strákarnir skelltu sér í óvissuferð Mjölnis eftir aðhlynninguna.Strákarnir létu óhappið þó ekki stöðva sig og héldu ferð sinni áfram eftir aðhlynningu á Selfossi. „Við stoppuðum aðeins á Selfossi og náðum andanum en héldum svo bara áfram. Við létum þetta ekkert stöðva óvissuferðina,“ segir Þráinn og hlær. „Við náðum í skottið á þeim í Hveragerði, þangað voru allir mættir í bjórskóla.“ Þráinn birti þessa mynd á Instagram í gær en þar má sjá beygjuna þar sem bíllinn valt.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira