Fótbolti

Skoðar stelpurnar

Kolbeinn Tumi Daðason í Osló skrifar
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu.
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Mynd/Valli
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, flaug utan til Ósló í morgun sem hluti af liðsstjórn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Freyr heldur klukkan 15 að íslenskum tíma á Nadderud-leikvanginn í Ósló til að fylgjast með viðureign Stabæk og Kolbotn í efstu deild norska fótboltans. Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir leikur með Kolbotn auk þess sem Telma Hjaltalín Þrastardóttir er á mála hjá Stabæk.

Freyr verður viðstaddur viðureign karlalandsliða Noregs og Íslands á þriðjudagskvöldið. Í kjölfarið heldur hann til Malmö þar sem hann mun fylgjast með síðari viðureign LdB Malmö og Lilleström í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir leika með Malmö. Liðið vann 3-1 sigur í fyrri leiknum í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×