Yngsti vinningshafi Man Booker Prize hingað til 16. október 2013 12:00 Eleanor Catton AFP/NordicPhotos Eleanor Catton hlaut bókmenntaverðlaunin Man Booker Prize í gær fyrir bók sína The Luminaries. Catton er 28 ára gömul sem gerir hana yngsta viðtakanda verðlaunanna frá upphafi. Catton er fædd í Kanada og alin upp í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Booker-verðlaunin svokölluðu eru virtustu bókmenntaverðlaun Breta. Vinningshafi hlýtur fimmtíu þúsund pund fyrir, sem samsvarar tæplega tíu milljónum íslenskra króna. Þegar verðlaunin voru veitt, og í ljós kom að Catton hlyti þau, virtist hún mjög hissa. Hún hafði orð á því að bók hennar væri martröð hvers útgefanda, þar sem bókin er 848 blaðsíður, og söguþráðurinn í flóknari kantinum. The Luminaries er þar með einnig lengsta bók til þess að hljóta verðlaunin. Hún þakkaði útgefendum sínum kærlega fyrir samstarfið og bætti við að það væru ekki öll útgáfufyrirtæki sem næðu þessu jafnvægi; að búa til peninga og að búa til list. Aðrir tilnefndir voru NoViolet Bulawayo með bókina We Need New Names, sem fjallar um tíu ára stelpu sem ferðast frá Simbabve til Bandaríkjanna; Jim Crace, fyrir bókina Harvest, Ruth Ozeki fyrir A Tale for the Time Being, Jhumpa Lahiri fyrir The Lowland og Colm Toibin fyrir The Testament of Mary. Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Eleanor Catton hlaut bókmenntaverðlaunin Man Booker Prize í gær fyrir bók sína The Luminaries. Catton er 28 ára gömul sem gerir hana yngsta viðtakanda verðlaunanna frá upphafi. Catton er fædd í Kanada og alin upp í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Booker-verðlaunin svokölluðu eru virtustu bókmenntaverðlaun Breta. Vinningshafi hlýtur fimmtíu þúsund pund fyrir, sem samsvarar tæplega tíu milljónum íslenskra króna. Þegar verðlaunin voru veitt, og í ljós kom að Catton hlyti þau, virtist hún mjög hissa. Hún hafði orð á því að bók hennar væri martröð hvers útgefanda, þar sem bókin er 848 blaðsíður, og söguþráðurinn í flóknari kantinum. The Luminaries er þar með einnig lengsta bók til þess að hljóta verðlaunin. Hún þakkaði útgefendum sínum kærlega fyrir samstarfið og bætti við að það væru ekki öll útgáfufyrirtæki sem næðu þessu jafnvægi; að búa til peninga og að búa til list. Aðrir tilnefndir voru NoViolet Bulawayo með bókina We Need New Names, sem fjallar um tíu ára stelpu sem ferðast frá Simbabve til Bandaríkjanna; Jim Crace, fyrir bókina Harvest, Ruth Ozeki fyrir A Tale for the Time Being, Jhumpa Lahiri fyrir The Lowland og Colm Toibin fyrir The Testament of Mary.
Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira