Fótbolti

Stórt tap hjá Ólafi Inga og félögum í Rússlandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason. Mynd/NordicPhotos/Getty
Ólafur Ingi Skúlason og félagar hans í belgíska liðinu Zulte-Waregem urðu að sætta sig við 0-4 tap á móti Rubin Kazan í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Rubin Kazan er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína með markatölunni 9-2.

Ólafur Ingi spilaði allan leikinn sem afturliggjandi miðjumaður en staðan var markalaus fyrsta klukkutímann í leiknum.

Frédéric Duplus, liðsfélagi Ólafs Inga, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 60. mínútu og Rússarnir bættu síðan við þremur mörkum á síðustu 17 mínútum leiksins.

Hér fyrir neðan má sjá úrslit og markaskorara í þeim leikjum í Evrópudeildinni sem hófust klukkan 16.00.



Kuban Krasnodar - Valencia 0-2

0-1 Paco Alcácer (73.), 0-2  Sofiane Feghouli (81.)

Rubin Kazan - Zulte-Waregem 4-0

1-0 Sjálfsmark (60.), 2-0 Roman Eremenko (73.), 3-0 Aleksandr Ryazantsev (81.), 4-0 Bibras Natkho (89.).

Anzhi - Tottenham 2-0

0-1 Jermain Defoe (34.), 0-2 Nacer Chadli (39.)

Shakhter Karagandy - Maccabi Haifa 2-2

1-0 Andrey Finonchenko (40.), 2-0 Evgeni Tarasov (45.), 2-1 Hen Ezra (54.), 2-2 Alon Turgeman (79.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×