Fótbolti

Guðjón skoraði en Arnór hafði betur

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Guðjón skoraði en það dugði ekki til.
Guðjón skoraði en það dugði ekki til. MYND/STEFÁN
Helsingborg lagði Halmstad 4-2 í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Guðjón Baldvinsson skoraði fyrra mark Halmstad en Helsingborg var 3-0 yfir í hálfleik.

Arnór Smárason lék allan leikinn fyrir Helsingborg og Guðjón gerði það sama fyrir Halmstad.

David Accam kom Helsingborg yfir á 21. mínútu og og Imad Khalili bætti tveimur mörkum við, á 29. mínútu og 38. mínútu.

Guðjón minnkaði muninn á 57. mínútu og Mikael Boman jók enn á spennuna í leiknum þegar hann minnkaði muninn í 3-2 á 64. mínútu.

Nær komst Halmstad ekki og Alvaro Santos gulltryggði sigur Helsingborg á 90. mínútu.

Helsingborg lyfti sér upp í 3. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 49 stig, fimm stigum á eftir toppliði Malmö sem tapaði 2-0 fyrir Häcken í kvöld. Halmstad er í næst neðsta sæti deildarinnar með 24 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×