Formúla 1

Loeb hætti á hvolfi

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
Einn besti rallökumaður allra tíma Sebastien Loeb er hættur en ekki verður sagt að hann hafi farið út með þeim stíl sem einkenndi feril hans. Hann lauk leik á hvolfi.

Loeb vann 78 WCR sigra á ferlinum og var aðeins fimm sekúndum frá fremsta manni þegar fjórða dagleiðin í Frakklandskappakstrinum hófst í morgun.

Keppni hans lauk eftir aðeins kílómeter þegar hann snéri Citroen DS3 bifreið sinni á hvolf í skurði fyrir utan brautina.

„Ég gaf allt í því keppnin var mjög jöfn. Við vorum fjórðu og í harðri baráttu um sigurinn en þetta fór ekki eins og ég ætlaði,“ sagði Loeb við heimasíðu Heimsmeistarakeppninnar í Rallý.

„Ég missti afturhlutann í hraðri hægri beygju og svo snérumst við og ég endaði ofan í skurði. Þar með lauk keppninni. Auðvitað hefði ég viljað enda mína síðustu keppni í markinu en þetta fór ekki eins ég ætlaði.

„Þetta er í lagi mín vegna. Ég hefði viljað enda á verðlaunapalli í minni síðustu keppni en svona er lífið,“ sagði Loeb.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×