Uppboð á bíl Ringo Starr Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2013 10:24 Facel Vega Þessi undarlegi bíll sem bítillinn Ringo Starr átti á árum áður verður boðinn upp hjá Bonhams uppboðshúsinu í London þann 1. desember næstkomandi. Hann er nokkuð sérstakur útlits og telst meðal fágætra bíla, en aðeins voru framleidd 26 eintök af þessum bíl með stýrið hægra megin. Bíllinn er 1964 árgerðin af Facel Vega. Facel Vega bílar voru franskir og voru þeir framleiddir á árunum milli 1954 og 1964. Facel Vega bílar voru af vandaðri gerðinni, kostuðu skildinginn og kepptu við Bentley bíla um hylli þeirra efnameiri. Facel Vega varð gjaldþrota árið 1964, svo þessi bíll Ringo er einn þeirra síðustu sem franska fyrirtækið smíðaði. Vélin í þessum bíl er engin smásmíði, heldur 6,3 lítra V8 Chrysler Typhoon rokkur sem skráður er fyrir 390 hestöflum. Hámarkshraði þessa bíls er 240 km/klst. Hann var þó ekkert sérlega fljótur á sprettinum sökum mikillar þyngdar, en hann vegur hátt í tvö tonn. Búist er við því að þessi fyrrverandi bíll bítilsins fari á 60-70 milljónir króna á uppboði Bonham. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent
Þessi undarlegi bíll sem bítillinn Ringo Starr átti á árum áður verður boðinn upp hjá Bonhams uppboðshúsinu í London þann 1. desember næstkomandi. Hann er nokkuð sérstakur útlits og telst meðal fágætra bíla, en aðeins voru framleidd 26 eintök af þessum bíl með stýrið hægra megin. Bíllinn er 1964 árgerðin af Facel Vega. Facel Vega bílar voru franskir og voru þeir framleiddir á árunum milli 1954 og 1964. Facel Vega bílar voru af vandaðri gerðinni, kostuðu skildinginn og kepptu við Bentley bíla um hylli þeirra efnameiri. Facel Vega varð gjaldþrota árið 1964, svo þessi bíll Ringo er einn þeirra síðustu sem franska fyrirtækið smíðaði. Vélin í þessum bíl er engin smásmíði, heldur 6,3 lítra V8 Chrysler Typhoon rokkur sem skráður er fyrir 390 hestöflum. Hámarkshraði þessa bíls er 240 km/klst. Hann var þó ekkert sérlega fljótur á sprettinum sökum mikillar þyngdar, en hann vegur hátt í tvö tonn. Búist er við því að þessi fyrrverandi bíll bítilsins fari á 60-70 milljónir króna á uppboði Bonham.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent