Haim systur á toppi breska breiðskífulistans Ómar Úlfur skrifar 7. október 2013 10:55 Haim systur eru á toppnum í Bretlandi Systrasveitin Haim kom plötunni sinni, Days Are Gone, á topp breska breiðskífulistans um helgina. Sveitin hélt ofurpopparanum Justin Timberlake frá toppnum en plötunni hans, The 20/20 Experience hafði verið spáð toppsætinu. Hefði það verið fjórða platan hans í röð sem hefði náð toppnum í Bretlandi. Systurnar Este, Danielle og Alana Haim stofnuðu sveitina í Los Angeles árið 2006 en þær höfðu alist upp við amerískt rokk og ról og americana sem að foreldrar þeirra spiluðu stanslaust á heimilinu. Árið 2012 gaf Haim út Ep plötuna Forever sem vakti mikla athygli og kom sveitin m.a frá á SXSW tónlistarhátíðinni og Icelandairwaves það árið. Haim nældi sér sömuleiðis í plötusamning við Polydor og fyrsta stóra platan kom svo út í seinustu viku. Ágætis byrjun hjá Haim. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá tónleikum Haim á Icelandairwaves árið 2012 Harmageddon Mest lesið Hleypur á snærið hjá Bílastæðasjóði Harmageddon Púlsinn 14.ágúst 2014 Harmageddon Ný plata frá Deftones í ár Harmageddon Á kafi í kynlífi Harmageddon Sólstafir á toppi Pepsi Max listans Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Kanye West biður öryggisverði um að fjarlægja tónleikagest Harmageddon Fór inn í bílskúr til þess að kasta upp Harmageddon "Það eru ekki allar stelpur svo heppnar að fæðast með píku" Harmageddon Elvis var góður við móður sína Harmageddon
Systrasveitin Haim kom plötunni sinni, Days Are Gone, á topp breska breiðskífulistans um helgina. Sveitin hélt ofurpopparanum Justin Timberlake frá toppnum en plötunni hans, The 20/20 Experience hafði verið spáð toppsætinu. Hefði það verið fjórða platan hans í röð sem hefði náð toppnum í Bretlandi. Systurnar Este, Danielle og Alana Haim stofnuðu sveitina í Los Angeles árið 2006 en þær höfðu alist upp við amerískt rokk og ról og americana sem að foreldrar þeirra spiluðu stanslaust á heimilinu. Árið 2012 gaf Haim út Ep plötuna Forever sem vakti mikla athygli og kom sveitin m.a frá á SXSW tónlistarhátíðinni og Icelandairwaves það árið. Haim nældi sér sömuleiðis í plötusamning við Polydor og fyrsta stóra platan kom svo út í seinustu viku. Ágætis byrjun hjá Haim. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá tónleikum Haim á Icelandairwaves árið 2012
Harmageddon Mest lesið Hleypur á snærið hjá Bílastæðasjóði Harmageddon Púlsinn 14.ágúst 2014 Harmageddon Ný plata frá Deftones í ár Harmageddon Á kafi í kynlífi Harmageddon Sólstafir á toppi Pepsi Max listans Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Kanye West biður öryggisverði um að fjarlægja tónleikagest Harmageddon Fór inn í bílskúr til þess að kasta upp Harmageddon "Það eru ekki allar stelpur svo heppnar að fæðast með píku" Harmageddon Elvis var góður við móður sína Harmageddon