Sjón á síðum stórblaða í Bandaríkjunum Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. september 2013 16:15 Sjón Fréttablaðið/Stefán Sigurjón Birgir Sigurðsson, betur þekktur sem Sjón hefur vakið mikla athygli fyrir verk sín í Bandaríkjunum undanfarið. Nú síðast birtist ítarleg umfjöllun um höfundinn íslenska á vefsíðu The New York Review of Books. Umfjöllunin um Sjón er skrifuð af A.S. Byatt, sem er breskur rithöfundur og verðlaunahafi. Hún hefur meðal annars hlotið hin virtu Booker Prize verðlaun. Auk þess nefndi blaðið The Times Byatt sem eina af fimmtíu bestu, bresku höfundunum frá árinu 1945. Byatt fer fögrum orðum um Sjón, sem hún segir hafa breytt skynjun sinni á bókmenntum. Hún fer ítarlega yfir þrjár bækur Sjón sem hafa verið þýddar á ensku, bækurnar Skugga-Baldur, Rökkurbýsnir og Argóarflísin. The New York Review of Books er tímarit sem er gefið út á tveggja mánaða fresti, og beinir sjónum sínum að menningartengdu efni. Tímaritið Esquire kallar blaðið besta bókmennta-blað á enskri tungu og Tom Wolfe, mikils metinn rithöfundur vestanhafs og höfundur verka á borð við The Bonfire of the Vanities, hefur farið fögrum orðum um útgáfuna.Bókaforlagið Farrar, Straus and Giroux gefa út Sjón í Bandaríkjunum. Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sigurjón Birgir Sigurðsson, betur þekktur sem Sjón hefur vakið mikla athygli fyrir verk sín í Bandaríkjunum undanfarið. Nú síðast birtist ítarleg umfjöllun um höfundinn íslenska á vefsíðu The New York Review of Books. Umfjöllunin um Sjón er skrifuð af A.S. Byatt, sem er breskur rithöfundur og verðlaunahafi. Hún hefur meðal annars hlotið hin virtu Booker Prize verðlaun. Auk þess nefndi blaðið The Times Byatt sem eina af fimmtíu bestu, bresku höfundunum frá árinu 1945. Byatt fer fögrum orðum um Sjón, sem hún segir hafa breytt skynjun sinni á bókmenntum. Hún fer ítarlega yfir þrjár bækur Sjón sem hafa verið þýddar á ensku, bækurnar Skugga-Baldur, Rökkurbýsnir og Argóarflísin. The New York Review of Books er tímarit sem er gefið út á tveggja mánaða fresti, og beinir sjónum sínum að menningartengdu efni. Tímaritið Esquire kallar blaðið besta bókmennta-blað á enskri tungu og Tom Wolfe, mikils metinn rithöfundur vestanhafs og höfundur verka á borð við The Bonfire of the Vanities, hefur farið fögrum orðum um útgáfuna.Bókaforlagið Farrar, Straus and Giroux gefa út Sjón í Bandaríkjunum.
Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira