Hanna Birna segir sveitarfélögin ekki hafa óskað eftir breytingum Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2013 14:33 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Ekkert fé fer til nýframkvæmda í vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu tíu árum í skiptum fyrir samkomulag sem sveitarfélögin á svæðinu gerðu við fyrri ríkisstjórn um að þess í stað færi milljarður til almenningssamgangna. Nýjar göngu- og hjólabrýr við Geirsnef í Reykjavík eru byggðar að hluta fyrir það fé. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi þetta í fréttum Stöðvar tvö í gær og sagði þetta dæmi um kolranga forgangsröðun. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að á þessu samkomulagi byggi framlag til samgöngumála á þvi svæði, þar sem forgangsröðunin sé frekar á almenningssamgöngur og vistvænar samgöngur en stór samgöngumannvirki. „Ég get tekið undir það að Reykjavík hefur undanfarin ár setið nokkuð eftir í framlögum til nýframkvæmda, en sveitarfélögin á þessu svæði, þ.m.t. Reykjavík, hafa ekki óskað eftir neinni breytingu á þessu samkomulagi sem samgönguáætlun byggir á,“ segir Hanna Birna. Í fréttinni á Stöð 2 í gær kom fram að endanlegur kostnaður við brýrnar hafi verið 270 milljónir og hafi því hækkað um 22% frá upphaflegri kostnaðaráætlun. Í svari frá Reykjavíkurborg segir hins vegar að samkvæmt kostnaðaráætlun sem kynnt var fyrir borgarráði hinn 29. nóvember 2012 hafi kostnaðaráætlun hljóðað upp á 230 milljónir króna, en kostnaðurinn hafi að lokum orðið 250 milljónir og skiptist kostnaðurinn með eftirfarandi hætti: Framkvæmdakostnaður: 1. Aðstæður á vinnusvæði o.fl.: 10.000.000 2. Brýr: 170.000.000 3. Stígagerð og yfirborðsfrágangur: 22.000.000 4.Raflagnir: 13.000.000 Alls kr. 215.000.000 Hönnunar og eftirlitskostnaður: 1. Hönnunarkostnaður: 28.000.000 2. Eftirlit: 7.000.000 Alls kr. 35.000.000 Verkkaupar eru Reykjavíkurborg og Vegagerðin og skiptist kostnaður jafnt á milli þeirra. Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Ekkert fé fer til nýframkvæmda í vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu tíu árum í skiptum fyrir samkomulag sem sveitarfélögin á svæðinu gerðu við fyrri ríkisstjórn um að þess í stað færi milljarður til almenningssamgangna. Nýjar göngu- og hjólabrýr við Geirsnef í Reykjavík eru byggðar að hluta fyrir það fé. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi þetta í fréttum Stöðvar tvö í gær og sagði þetta dæmi um kolranga forgangsröðun. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að á þessu samkomulagi byggi framlag til samgöngumála á þvi svæði, þar sem forgangsröðunin sé frekar á almenningssamgöngur og vistvænar samgöngur en stór samgöngumannvirki. „Ég get tekið undir það að Reykjavík hefur undanfarin ár setið nokkuð eftir í framlögum til nýframkvæmda, en sveitarfélögin á þessu svæði, þ.m.t. Reykjavík, hafa ekki óskað eftir neinni breytingu á þessu samkomulagi sem samgönguáætlun byggir á,“ segir Hanna Birna. Í fréttinni á Stöð 2 í gær kom fram að endanlegur kostnaður við brýrnar hafi verið 270 milljónir og hafi því hækkað um 22% frá upphaflegri kostnaðaráætlun. Í svari frá Reykjavíkurborg segir hins vegar að samkvæmt kostnaðaráætlun sem kynnt var fyrir borgarráði hinn 29. nóvember 2012 hafi kostnaðaráætlun hljóðað upp á 230 milljónir króna, en kostnaðurinn hafi að lokum orðið 250 milljónir og skiptist kostnaðurinn með eftirfarandi hætti: Framkvæmdakostnaður: 1. Aðstæður á vinnusvæði o.fl.: 10.000.000 2. Brýr: 170.000.000 3. Stígagerð og yfirborðsfrágangur: 22.000.000 4.Raflagnir: 13.000.000 Alls kr. 215.000.000 Hönnunar og eftirlitskostnaður: 1. Hönnunarkostnaður: 28.000.000 2. Eftirlit: 7.000.000 Alls kr. 35.000.000 Verkkaupar eru Reykjavíkurborg og Vegagerðin og skiptist kostnaður jafnt á milli þeirra.
Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira