Harmageddon fer til Færeyja Óskar Hallgrímsson skrifar 25. september 2013 14:06 Litli frændinn í suðvestri sem er alveg eins og við bara örlítið minni, töluvert danskari og með aðeins meiri fordóma gagnvart samkynhneigð. Þetta var svarið við spurningu sem blaðamanni BBC varð á að spyrja mig um hvernig okkur Íslendingum litist á Færeyinga. Ég reyndar kom með þann eftirmála að ég talaði nú ekki fyrir þorra þjóðarinnar, en þetta væri samt nokkurnveginn hið almenna viðhorf. Eftir að Guð skapaði heiminn settist hann niður og fór að skafa undan nöglunum, drullan sem sat þar föst eftir sköpunarverkið skaust undan, lenti í Atlantshafinu og myndaði þannig þennan eyjaklasa sem kallast Færeyjar. Hvort sem að Guð er til og hvort hann hafi eitthvað með neglur að gera, þá er það þannig að ef hann skapaði Færeyjar, þá má hann eiga það að honum hefur tekist nokkuð vel til. Hver fjörðurinn og dalurinn sem tekur við af öðrum á leiðinni til Þórshafnar frá flugvellinum hvetur mann til að draga andann djúpt og leyfa náttúrunni að leika við augun.Þegar við komum til Þórshafnar var okkur boðið í mat til Marni Simonsen. Hann er humarútflytjandi og eiginlega humarútflytjandinn í Færeyjum. Marni er heimsþekktur fyrir besta hráefni sem völ er á í þessum bransa enda munu allir flottustu veitingastaðir í heiminum sérpanta frá honum. Eða það er í það minnsta það sem hann sagði. Vladimir Putin borðar víst lifandi humar frá honum tvisvar á dag. Okkur var boðið að bragða á þessum humar, já eða borða yfir okkur af honum. Átta réttir allt í allt. Einnig var boðið upp á ígulker, krabba, meiri humar og svo ennþá meiri humar. Auk þess að bjóða okkur upp á allan þennan humar var þarna sérinnflutt hvítvín, Don-Perignon kampavín, milljón ára gamalt eðal koníak og Bailys frómasbúðingur. Þetta var án vafa flottasta matarboð sem ég hef farið í á lífsleiðinni. Leiðinlegt að vera með ofnæmi fyrir skelfisk samt og drekka ekki áfengi.Brauðið var þó prýðilegt og vatnið í Færeyjum er ágætt. Ég huggaði mig við það að geta rænt einu Mars súkkulaði og einu Twix stykki á mini-bar hótelsins um kvöldið.Daginn eftir var okkur boðið í þyrlu flug um Færeyjar. Það er eitthvað sem þessi ljósmyndari gæti vanist. Það er töff að vera með þyrlu á eigin forsendum. Ég tel að best sé að leyfa myndunum að tala í þessu tilfelli, því að útsýnið var ólýsanlegt.Við komuna aftur til Þórshafnar var okkur boðið til hádegisverðar um borð í skútu sem lá við höfnina. Þar var eldaður meiri humar með meira af skelfisk. Ég fékk kjúklingasamloku frá kaffihúsinu við hliðina á höfninni. Mjög góð kjúklingasamloka. Við fórum svo á stutt bæjar rölt fram að kvöldmat, en þar komum við til dæmis við í verslun Guðrúnar og Guðrúnar. Þær selja færeyska hönnun og hafa nýverið slegið í gegn í heimi prjóns og handavinnu eftir að Sarah Lund úr þáttunum The killing klæddist peysu frá þeim í þáttunum. Sú Guðrún sem við töluðum við er aðalhönnuður fyrirtækisins og hin Guðrúnin, sem ekki var á svæðinu, er víst viðskipta séní framleiðslunnar. Þessi Guðrún var allavega mjög vinaleg og hafði trölla trú á því sem hún var að gera.Um kvöldið var borðað á veitingastaðnum Koks. Staðurinn var nýlega kosinn einn af fimm bestu veitingastöðum í Dana ríki. Þar var boðið upp á fjölda rétta, yndislega þjónustu og meira segja lítinn kór sem kom og söng fyrir okkur á meðan við borðuðum. Örugglega með betri matar upplifunum sem ég hef átt því þarna náðist sannarlega að blanda saman góðum mat og góðri stemningu. Færeyjar eru yndislegt land og fólkið þar kann gestrisni upp á hár. Græn fjöllin, grænt grasið og græneygðu konurnar lifa sterkt í minningunni um indælan stað. Allir til Færeyja. Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Ómar Ragnarsson handsamaður Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Vonarstræti heldur áfram að slá í gegn Harmageddon Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Agent Fresco á toppi árslista X977 Harmageddon Sannleikurinn: Feitasti auminginn okkar byrjar um áramótin Harmageddon Piparkökur á Gauknum Harmageddon Óvinir internetsins Harmageddon Plötusala í Bandaríkjunum aldrei verið minni Harmageddon Sannleikurinn: ASÍ - Launþegar 14:17 Harmageddon
Litli frændinn í suðvestri sem er alveg eins og við bara örlítið minni, töluvert danskari og með aðeins meiri fordóma gagnvart samkynhneigð. Þetta var svarið við spurningu sem blaðamanni BBC varð á að spyrja mig um hvernig okkur Íslendingum litist á Færeyinga. Ég reyndar kom með þann eftirmála að ég talaði nú ekki fyrir þorra þjóðarinnar, en þetta væri samt nokkurnveginn hið almenna viðhorf. Eftir að Guð skapaði heiminn settist hann niður og fór að skafa undan nöglunum, drullan sem sat þar föst eftir sköpunarverkið skaust undan, lenti í Atlantshafinu og myndaði þannig þennan eyjaklasa sem kallast Færeyjar. Hvort sem að Guð er til og hvort hann hafi eitthvað með neglur að gera, þá er það þannig að ef hann skapaði Færeyjar, þá má hann eiga það að honum hefur tekist nokkuð vel til. Hver fjörðurinn og dalurinn sem tekur við af öðrum á leiðinni til Þórshafnar frá flugvellinum hvetur mann til að draga andann djúpt og leyfa náttúrunni að leika við augun.Þegar við komum til Þórshafnar var okkur boðið í mat til Marni Simonsen. Hann er humarútflytjandi og eiginlega humarútflytjandinn í Færeyjum. Marni er heimsþekktur fyrir besta hráefni sem völ er á í þessum bransa enda munu allir flottustu veitingastaðir í heiminum sérpanta frá honum. Eða það er í það minnsta það sem hann sagði. Vladimir Putin borðar víst lifandi humar frá honum tvisvar á dag. Okkur var boðið að bragða á þessum humar, já eða borða yfir okkur af honum. Átta réttir allt í allt. Einnig var boðið upp á ígulker, krabba, meiri humar og svo ennþá meiri humar. Auk þess að bjóða okkur upp á allan þennan humar var þarna sérinnflutt hvítvín, Don-Perignon kampavín, milljón ára gamalt eðal koníak og Bailys frómasbúðingur. Þetta var án vafa flottasta matarboð sem ég hef farið í á lífsleiðinni. Leiðinlegt að vera með ofnæmi fyrir skelfisk samt og drekka ekki áfengi.Brauðið var þó prýðilegt og vatnið í Færeyjum er ágætt. Ég huggaði mig við það að geta rænt einu Mars súkkulaði og einu Twix stykki á mini-bar hótelsins um kvöldið.Daginn eftir var okkur boðið í þyrlu flug um Færeyjar. Það er eitthvað sem þessi ljósmyndari gæti vanist. Það er töff að vera með þyrlu á eigin forsendum. Ég tel að best sé að leyfa myndunum að tala í þessu tilfelli, því að útsýnið var ólýsanlegt.Við komuna aftur til Þórshafnar var okkur boðið til hádegisverðar um borð í skútu sem lá við höfnina. Þar var eldaður meiri humar með meira af skelfisk. Ég fékk kjúklingasamloku frá kaffihúsinu við hliðina á höfninni. Mjög góð kjúklingasamloka. Við fórum svo á stutt bæjar rölt fram að kvöldmat, en þar komum við til dæmis við í verslun Guðrúnar og Guðrúnar. Þær selja færeyska hönnun og hafa nýverið slegið í gegn í heimi prjóns og handavinnu eftir að Sarah Lund úr þáttunum The killing klæddist peysu frá þeim í þáttunum. Sú Guðrún sem við töluðum við er aðalhönnuður fyrirtækisins og hin Guðrúnin, sem ekki var á svæðinu, er víst viðskipta séní framleiðslunnar. Þessi Guðrún var allavega mjög vinaleg og hafði trölla trú á því sem hún var að gera.Um kvöldið var borðað á veitingastaðnum Koks. Staðurinn var nýlega kosinn einn af fimm bestu veitingastöðum í Dana ríki. Þar var boðið upp á fjölda rétta, yndislega þjónustu og meira segja lítinn kór sem kom og söng fyrir okkur á meðan við borðuðum. Örugglega með betri matar upplifunum sem ég hef átt því þarna náðist sannarlega að blanda saman góðum mat og góðri stemningu. Færeyjar eru yndislegt land og fólkið þar kann gestrisni upp á hár. Græn fjöllin, grænt grasið og græneygðu konurnar lifa sterkt í minningunni um indælan stað. Allir til Færeyja.
Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Ómar Ragnarsson handsamaður Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Vonarstræti heldur áfram að slá í gegn Harmageddon Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Agent Fresco á toppi árslista X977 Harmageddon Sannleikurinn: Feitasti auminginn okkar byrjar um áramótin Harmageddon Piparkökur á Gauknum Harmageddon Óvinir internetsins Harmageddon Plötusala í Bandaríkjunum aldrei verið minni Harmageddon Sannleikurinn: ASÍ - Launþegar 14:17 Harmageddon