Sannleikurinn: Lögreglumaðurinn segir það tilbreytingu að vera sá ákærði Andri Þór Sturluson skrifar 25. september 2013 18:15 Konan er sögð hafa verið hættuleg og ógnandi. Lögreglumaðurinn sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í starfi á Laugavegi í sumar lýsti sig himinlifandi með tækifærið að fá að prófa að vera „bófinn“. Sagðist hann venjulega vera sá sem dröslar óviljugum ógæfumönnum inn í réttarsal og því væri það spennandi og ákaflega fróðleg reynsla að vera í öðru hlutverki. „Það er samt óneitanlega skrítin tilfinning að vera kominn hinum megin borðsins. Maður áttar sig ekki á því hvað saksóknari er mikið fífl fyrr en maður upplifir það á sjálfum sér,“ sagði hann hlæjandi við blaðamann fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. „Ég hvet alla lögreglumenn að prófa þetta allavega einu sinni. Maður fær alveg nýja sýn á þetta ferli.“ Maðurinn er ákærður fyrir að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku á konu á þrítugsaldri. „Já er þetta ekki spennandi? Ég er alveg á nálum, er ég saklaus eða sekur? Þetta er spennandi,“ sagði hann. Ljóst er að lögreglumanninum og konunni ber ekki saman um málavöxtu. Lögreglumaðurinn segir konuna hafa verið á örvandi lyfjum, sterum og mjög ógnandi. Segir hann hana hafa hoppað í veg fyrir lögreglubílinn, sennilega af einhverju húsþaki, og kýlt í húddið á lögreglubílnum þannig að hann færðist aftur á bak um fleiri metra. Segir hann að þegar hann hafi loksins safnað nógu miklum kjarki til að handtaka hina stórhættulegu ofbeldiskonu hafi hún staðið grafkyrr eins og aldraður kung fu meistari, þannig að lögreglumaðurinn þorði ekki öðru en að fella hana í götuna og draga hana eftir henni til að þreyta eins og lax. Í fallinu reif konan upp gulan almenningsbekk í eigu borgarinnar og sló til lögreglu með honum, hitti ekki og fékk hann í sig sjálf. Vitni og landsfrægt myndband af handtökunni sem birtist á vefnum Youtube segja hinsvegar aðra sögu. Á myndbandinu sést pöddufull kona vafra um eins og uppvakningur yfir götuna, horfa inn í lögreglubíl og er umsvifalaust hurðuð fyrir athæfið. Síðan sést lögreglumaðurinn rjúka í hana, fleygja henni utan í bekk og draga eftir götunni. Loks snýr hann upp á hönd hennar, hlammar sér ofan á hana með hnéð ofan á höfuð hennar og handjárnar konuna, sem virðist vera löngu rotuð. Greinilegt er að annað hvort lögreglumaðurinn eða vitnin með myndbandið eru að segja ósatt. Konan krefur lögreglumanninn um 1,5 milljón króna í miska- og skaðabætur en hann gjörsamlega eyðilagði fyrir henni djammið og sú upphæð er nærri þeirri upphæð sem hún hafði eytt í áfengi um nóttina.Sannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og ekkert mál er of stórt eða of lítið. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum. Fréttastofa Sannleikans hefur Facebook-síðu en hún er aðeins fyrir áhugafólk um norskar handtökuaðferðir. Harmageddon Mest lesið Það þarf fólk eins og Má Harmageddon Jón Gnarr telur heiminn bættari án trúarbragða Harmageddon Sannleikurinn: Brynjar Níelsson varpar enn einni sprengjunni Harmageddon Margrét Tryggvadóttir gerir upp störf sín á Alþingi Harmageddon Sannleikurinn: Útskriftarbekkur í MR byrjar með heitasta piparsveini landsins Harmageddon „Af fenginni reynslu er mér ljóst að þetta eru ekki kjarkmiklir menn“ Harmageddon Slash aftur í Guns N' Roses? Harmageddon Bandarískir rapparar hrifnir af Actavis Harmageddon Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Mótmæla refsistefnu stjórnvalda með kannabisreykingum á Austurvelli Harmageddon
Lögreglumaðurinn sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í starfi á Laugavegi í sumar lýsti sig himinlifandi með tækifærið að fá að prófa að vera „bófinn“. Sagðist hann venjulega vera sá sem dröslar óviljugum ógæfumönnum inn í réttarsal og því væri það spennandi og ákaflega fróðleg reynsla að vera í öðru hlutverki. „Það er samt óneitanlega skrítin tilfinning að vera kominn hinum megin borðsins. Maður áttar sig ekki á því hvað saksóknari er mikið fífl fyrr en maður upplifir það á sjálfum sér,“ sagði hann hlæjandi við blaðamann fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. „Ég hvet alla lögreglumenn að prófa þetta allavega einu sinni. Maður fær alveg nýja sýn á þetta ferli.“ Maðurinn er ákærður fyrir að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku á konu á þrítugsaldri. „Já er þetta ekki spennandi? Ég er alveg á nálum, er ég saklaus eða sekur? Þetta er spennandi,“ sagði hann. Ljóst er að lögreglumanninum og konunni ber ekki saman um málavöxtu. Lögreglumaðurinn segir konuna hafa verið á örvandi lyfjum, sterum og mjög ógnandi. Segir hann hana hafa hoppað í veg fyrir lögreglubílinn, sennilega af einhverju húsþaki, og kýlt í húddið á lögreglubílnum þannig að hann færðist aftur á bak um fleiri metra. Segir hann að þegar hann hafi loksins safnað nógu miklum kjarki til að handtaka hina stórhættulegu ofbeldiskonu hafi hún staðið grafkyrr eins og aldraður kung fu meistari, þannig að lögreglumaðurinn þorði ekki öðru en að fella hana í götuna og draga hana eftir henni til að þreyta eins og lax. Í fallinu reif konan upp gulan almenningsbekk í eigu borgarinnar og sló til lögreglu með honum, hitti ekki og fékk hann í sig sjálf. Vitni og landsfrægt myndband af handtökunni sem birtist á vefnum Youtube segja hinsvegar aðra sögu. Á myndbandinu sést pöddufull kona vafra um eins og uppvakningur yfir götuna, horfa inn í lögreglubíl og er umsvifalaust hurðuð fyrir athæfið. Síðan sést lögreglumaðurinn rjúka í hana, fleygja henni utan í bekk og draga eftir götunni. Loks snýr hann upp á hönd hennar, hlammar sér ofan á hana með hnéð ofan á höfuð hennar og handjárnar konuna, sem virðist vera löngu rotuð. Greinilegt er að annað hvort lögreglumaðurinn eða vitnin með myndbandið eru að segja ósatt. Konan krefur lögreglumanninn um 1,5 milljón króna í miska- og skaðabætur en hann gjörsamlega eyðilagði fyrir henni djammið og sú upphæð er nærri þeirri upphæð sem hún hafði eytt í áfengi um nóttina.Sannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og ekkert mál er of stórt eða of lítið. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum. Fréttastofa Sannleikans hefur Facebook-síðu en hún er aðeins fyrir áhugafólk um norskar handtökuaðferðir.
Harmageddon Mest lesið Það þarf fólk eins og Má Harmageddon Jón Gnarr telur heiminn bættari án trúarbragða Harmageddon Sannleikurinn: Brynjar Níelsson varpar enn einni sprengjunni Harmageddon Margrét Tryggvadóttir gerir upp störf sín á Alþingi Harmageddon Sannleikurinn: Útskriftarbekkur í MR byrjar með heitasta piparsveini landsins Harmageddon „Af fenginni reynslu er mér ljóst að þetta eru ekki kjarkmiklir menn“ Harmageddon Slash aftur í Guns N' Roses? Harmageddon Bandarískir rapparar hrifnir af Actavis Harmageddon Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Mótmæla refsistefnu stjórnvalda með kannabisreykingum á Austurvelli Harmageddon