Lífið

De Niro tekur við hlutverki Gandolfini

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Robert De Niro og James Gandolfini.
Robert De Niro og James Gandolfini.
Robert De Niro mun taka við hlutverki í sjónvarpsþáttaröð hjá HBO sem James Gandolfini hafði upphaflega samþykkt að leika. Gandolfini féll frá fyrr á þessu ári eftir að hafa fengið hjartaáfall, 51 árs að aldri.

De Niro mun leika saksóknara í New York í þættinum „Criminal Justice“. Ekki hefur verið gefið út hvenær þáttaröðin muni fara í loftið en tökur hefjast í mars á næsta ári. Gandolfini lék í prufuþætti fyrir þáttaröðina en féll frá skömmu síðar.

Gandolfini lék í gamanmyndinni „Enough Said“ sem er væntanleg í kvikmyndahús á næstu misserum. Hann lék einnig í annarri kvikmynd „Animal Rescue“ sem kemur út á næsta ári. Það var hans síðasta hlutverk. Gandolfini er þekktastur fyrir að hafa leikið mafíósan Tony Soprano í Sopranos þáttaröðinni sem naut gríðarlegra vinsælda fyrir nokkrum árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×