Volkswagen Golf V6 á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 28. september 2013 10:30 Volkswagen Golf R32 með 6 strokka vél. Á níunda og tíunda áratug síðustu aldar voru V6 vélar fáanlegar í Volkswagen Golf og voru þær öflugustu vélar sem buðust í þessum vinsæla bíl. Nú ætlar Volkswagen að taka upp þráðinn eftir nokkurt hlé og bjóða mjög öfluga V6 vél í Golf, að því er greint er frá í bílablaðinu Autoweek. Endanleg útfærsla þessarar vélar er ekki ljós, en búist er við að hún verði á bilinu 340-450 hestöfl. Ekki þykir líklegt að í boði verði sama vél og sást í Volkswagen Golf á Wörthersee bílahátíðinni í ár, en hann var með 503 hestafla V6 vél með tveimur forþjöppum. Sá bíll skákar Audi RS4 og því þykir ekki liklegt að nýja V6 vélin verði svo öflug. Ennfremur er búist við því að nýja V6 vélin muni líka sjást í Passat, Passat CC og tilvonandi Crossblue jepplingi Volkswagen. Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent
Á níunda og tíunda áratug síðustu aldar voru V6 vélar fáanlegar í Volkswagen Golf og voru þær öflugustu vélar sem buðust í þessum vinsæla bíl. Nú ætlar Volkswagen að taka upp þráðinn eftir nokkurt hlé og bjóða mjög öfluga V6 vél í Golf, að því er greint er frá í bílablaðinu Autoweek. Endanleg útfærsla þessarar vélar er ekki ljós, en búist er við að hún verði á bilinu 340-450 hestöfl. Ekki þykir líklegt að í boði verði sama vél og sást í Volkswagen Golf á Wörthersee bílahátíðinni í ár, en hann var með 503 hestafla V6 vél með tveimur forþjöppum. Sá bíll skákar Audi RS4 og því þykir ekki liklegt að nýja V6 vélin verði svo öflug. Ennfremur er búist við því að nýja V6 vélin muni líka sjást í Passat, Passat CC og tilvonandi Crossblue jepplingi Volkswagen.
Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent