Íris ný framkvæmdastýra Listar án Landamæra Jón Júlíus Karlsson skrifar 12. september 2013 09:23 Íris Stefanía Skúladóttir tók þátt í List án Landamæra árið 2006 en mun stýra hátíðinni næsta vor. Mynd/List án Landamæra Íris Stefanía Skúladóttir hefur verið ráðin sem ný framkvæmdastýra Listar án Landamæra. Hún hefur stundað nám við viðskiptafræðideild og íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Hún stofnaði og rak Norðurpólinn leikhús og hefur unnið sem bæði verkefnastjóri og framkvæmdastjóri við leiksýningar, hátíðir og listviðburði. List án landamæra er árleg listahátíð sem leggur áherslu á fjölbreytileika mannlífsins. Hátíðin verður haldin í 11. skipti vorið 2014. Íris tók þátt í List án landamæra árið 2006 í leiklistarveislu í Borgarleikhúsinu og hefur fylgst með hátíðinni allar götur síðan. Hátíðin er í stöðugri þróun og hefur stækkað að umfangi ár hvert. Viðburðir eru haldnir um allt land í samstarfi við fjölda listafólks og skipuleggjendur. Einnig hefur erlent listafólk og listhópar komið og tekið þátt í hátíðinni að er kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni. List án landamæra er hátíð fjölbreytileikans. Allir sem vilja geta tekið þátt! Á hátíðinni vinnur listafólk saman að allskonar list með frábærri útkomu. Það leiðir til auðugra samfélags og aukins skilnings manna á milli. Hátíðin er vettvangur og þak yfir viðburði og hefur það að markmiði að vera síbreytileg og lifandi. Hátíðin er ekki stofnun heldur grasrótarsamtök. Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Íris Stefanía Skúladóttir hefur verið ráðin sem ný framkvæmdastýra Listar án Landamæra. Hún hefur stundað nám við viðskiptafræðideild og íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Hún stofnaði og rak Norðurpólinn leikhús og hefur unnið sem bæði verkefnastjóri og framkvæmdastjóri við leiksýningar, hátíðir og listviðburði. List án landamæra er árleg listahátíð sem leggur áherslu á fjölbreytileika mannlífsins. Hátíðin verður haldin í 11. skipti vorið 2014. Íris tók þátt í List án landamæra árið 2006 í leiklistarveislu í Borgarleikhúsinu og hefur fylgst með hátíðinni allar götur síðan. Hátíðin er í stöðugri þróun og hefur stækkað að umfangi ár hvert. Viðburðir eru haldnir um allt land í samstarfi við fjölda listafólks og skipuleggjendur. Einnig hefur erlent listafólk og listhópar komið og tekið þátt í hátíðinni að er kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni. List án landamæra er hátíð fjölbreytileikans. Allir sem vilja geta tekið þátt! Á hátíðinni vinnur listafólk saman að allskonar list með frábærri útkomu. Það leiðir til auðugra samfélags og aukins skilnings manna á milli. Hátíðin er vettvangur og þak yfir viðburði og hefur það að markmiði að vera síbreytileg og lifandi. Hátíðin er ekki stofnun heldur grasrótarsamtök.
Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira