121 milljarður á fyrsta mánuðinum Boði Logason skrifar 18. september 2013 13:55 Grand Theft Auto 5 er dýrasti tölvuleikur frá upphafi. Mynd/AFP Dýrasti tölvuleikur frá upphafi, Grand Theft Auto 5, kom út á þriðjudaginn eftir að hafa verið fimm ár í framleiðslu. Það kostaði framleiðandann, Rock Star Games, 265 milljónir dollara að búa leikinn til, eða um 32 milljarða króna. Það er meira en allar kvikmyndir í Hollywood hafa kostað, fyrir utan eina. Framleiðandinn hefur þó ekki áhyggjur af því að koma út í tapi enda pöntuðu mörg hundruð þúsund manns víða um heima í forsölu og enn fleiri hafa keypt hann á síðustu dögum. Spekingar á þessu sviði telja að leikurinn muni hala inn einum milljarði dollara bara í þessum mánuði, það gera um 121 milljarð íslenskra króna. Hægt er að spila leikinn bæði á PlayStation 3 og Xbox 360 leikjatölvunum.Frétt adage.com. Leikjavísir Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Dýrasti tölvuleikur frá upphafi, Grand Theft Auto 5, kom út á þriðjudaginn eftir að hafa verið fimm ár í framleiðslu. Það kostaði framleiðandann, Rock Star Games, 265 milljónir dollara að búa leikinn til, eða um 32 milljarða króna. Það er meira en allar kvikmyndir í Hollywood hafa kostað, fyrir utan eina. Framleiðandinn hefur þó ekki áhyggjur af því að koma út í tapi enda pöntuðu mörg hundruð þúsund manns víða um heima í forsölu og enn fleiri hafa keypt hann á síðustu dögum. Spekingar á þessu sviði telja að leikurinn muni hala inn einum milljarði dollara bara í þessum mánuði, það gera um 121 milljarð íslenskra króna. Hægt er að spila leikinn bæði á PlayStation 3 og Xbox 360 leikjatölvunum.Frétt adage.com.
Leikjavísir Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira