Óttaslegnir listamenn Jakob Bjarnar skrifar 3. september 2013 08:29 Kolbrún Halldórsdóttir óttast að stuðningur sem nemur 720 milljónum króna verði rýrari í roðinu í fyrsta fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar. Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL- Bandalags íslenskra listamanna, hefur verulegar áhyggjur af því að listir og menning beri skarðan hlut frá borði þegar fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós. Andlátsorð Seamus Heaney, hins írska skálds sem nýverið féll frá voru "Do not be afraid" eða óttist ekki. Svo virðist sem listamenn á Íslandi tileinki sér fremur slagorð kvikmyndar Cronenbergs, The Fly; "Be afraid, be very afraid" þessa dagana: Verið hrædd, verið mjög hrædd. Og svo virðist sem menningarninar menn hafi fulla ástæðu til að óttast því stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar líta margir til niðurskurðar í þeim geira. Kolbrún Halldórsdóttir ritaði grein sem birtist í Fréttablaðið í dag og segir að með fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar hafi verið sett fram áform til þriggja ára um aukin framlög til verkefnatengdra sjóða á vettvangi lista og sköpunar. Framlag til Kvikmyndasjóðs tvöfaldað og fjórir nýir sjóðir stofnaðir. Um er að ræða stuðning sem nemur 720 milljónum króna, þar af 470 milljónir til Kvikmyndasjóðs og 250 milljónir í aðra sjóði. "Þessir fjármunir eru til staðar í fjárlögum 2013 og augljóst að ef þeirra nýtur ekki við í fjárlögum 2014 mun það koma hart niður á uppbyggingu þeirra atvinnugreina sem byggja á starfi listamanna og hönnuða," segir Kolbrún.Grímur Gíslason. Vill skera niður framlög til menningar og nota féð í heilbrigðiskerfið.Ýmsir meðal stuðningsmanna og stjórnarliða hafa litið hýru auga til framlaga hins opinbera í verkefnatengda sjóði á sviði menningar og lista, og vilja þar klípa af til að standa straum af öðrum kostnaði hins opinbera. Þannig hefur til dæmis Grímur Gíslason, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur lýst yfir áhyggjum af fyrirhugaðri lokun skurðstofu í Eyjum og bendir á að með því að skera niður í menningu og list hjá hinu opinbera, megi auðveldlega útvega nægilegt fjármagn til að halda skurðstofunni opinni. Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL- Bandalags íslenskra listamanna, hefur verulegar áhyggjur af því að listir og menning beri skarðan hlut frá borði þegar fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós. Andlátsorð Seamus Heaney, hins írska skálds sem nýverið féll frá voru "Do not be afraid" eða óttist ekki. Svo virðist sem listamenn á Íslandi tileinki sér fremur slagorð kvikmyndar Cronenbergs, The Fly; "Be afraid, be very afraid" þessa dagana: Verið hrædd, verið mjög hrædd. Og svo virðist sem menningarninar menn hafi fulla ástæðu til að óttast því stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar líta margir til niðurskurðar í þeim geira. Kolbrún Halldórsdóttir ritaði grein sem birtist í Fréttablaðið í dag og segir að með fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar hafi verið sett fram áform til þriggja ára um aukin framlög til verkefnatengdra sjóða á vettvangi lista og sköpunar. Framlag til Kvikmyndasjóðs tvöfaldað og fjórir nýir sjóðir stofnaðir. Um er að ræða stuðning sem nemur 720 milljónum króna, þar af 470 milljónir til Kvikmyndasjóðs og 250 milljónir í aðra sjóði. "Þessir fjármunir eru til staðar í fjárlögum 2013 og augljóst að ef þeirra nýtur ekki við í fjárlögum 2014 mun það koma hart niður á uppbyggingu þeirra atvinnugreina sem byggja á starfi listamanna og hönnuða," segir Kolbrún.Grímur Gíslason. Vill skera niður framlög til menningar og nota féð í heilbrigðiskerfið.Ýmsir meðal stuðningsmanna og stjórnarliða hafa litið hýru auga til framlaga hins opinbera í verkefnatengda sjóði á sviði menningar og lista, og vilja þar klípa af til að standa straum af öðrum kostnaði hins opinbera. Þannig hefur til dæmis Grímur Gíslason, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur lýst yfir áhyggjum af fyrirhugaðri lokun skurðstofu í Eyjum og bendir á að með því að skera niður í menningu og list hjá hinu opinbera, megi auðveldlega útvega nægilegt fjármagn til að halda skurðstofunni opinni.
Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira