Gunnar Nelson þræddi ættarmót í sumar Jón Júlíus Karlsson skrifar 5. september 2013 13:28 Gunnar Nelson er mættur til æfinga á ný eftir meiðsli. Mynd/Páll Bergmann. Bardagakappinn Gunnar Nelson er mættur aftur til æfinga eftir að hafa tekið því rólega í sumar. Gunnar varð fyrir meiðslum á hné í vor og fór í speglun. Hann átti að vera frá í nokkrar vikur en ákvað að taka sumarfrí í kjölfarið og hefur því náð sér að fullu af hnémeiðslum. Gunnar segist vera endurnærður eftir gott sumarfrí. „Ég er mættur aftur til æfinga eftir frí í sumar,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi.is. „Ég tók því mjög rólega í sumar og er eiginlega búinn að vera í þriggja mánaða sumarfríi. Ég hef verið að þræða ættarmót í allt sumar. Ég finn ekki fyrir neinum verkjum og er farinn að æfa á fullu á ný.“ Gunnar þurfti að hætta við þátttöku í UFC bardagakvöldi sem fram fór í Las Vegas í vor en þar átti Gunnar að vera eitt aðalnúmerið. Gunnar veit ekki hvenær hann muni keppa næst en býst við bardaga í lok þessa árs. „Það er ekkert komið í ljós ennþá en ég tel líklegt að það verði í lok árs. Vanalega gerist þetta mjög fljótt og við erum að horfa til nóvember/desember. Ég er mjög spenntur og er farinn að æfa af krafti.“Mikill uppgangur hefur verið hjá Mjölni á síðustu árum og hefur góður árangur Gunnars í UFC haft jákvæð áhrif. Nýverið stækkaði Mjölnir aðstöðu sína í Héðinshúsi í Vesturbænum og tók í noktun fjórða salinn. Nú er meðal annars boðið upp á Mjölnis-jóga sem hefur vakið athygli. Gunnar segir aðstöðu félagsins eina þá bestu í Evrópu. „Við erum eina bestu MMA stöð sem ég hef séð. Það hefur orðið gríðarleg fjölgun iðkenda og hópurinn hefur þjappast enn betur saman. Það er hrikalega góður andi hjá Mjölni. Það er líka mikil stemmning í ljósi þess að það eru nokkrir félagar að fara til Dublin á sterkt alþjóðlegt mót og við erum alltaf að verða betri. Ég finn að þessir keppendur sem eru að fara til Dublin hafa bætt sig gríðarlega í sumar.“ Meðal keppenda í Dublin á þann 14. september næstkomandi verður Sunna Rannveig Davíðsdóttir. Hún verður fyrsta konan til að keppa fyrir Mjölni í blönduðum bardagalistum. Auk Sunnu muni fjórir íslenskir karlkeppendur taka þátt í mótinu, Euro Fight Night, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í myndbandinu hér að neðan má sjá frá æfingu í Mjölni þar sem Gunnar Nelson ásamt fleirum taka æfingu í Padsa. Jón Viðar hjá Mjölni sá um upptöku og frágang. Padsa-vinna í Mjölni (2013) from Mjolnir MMA on Vimeo. MMA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Monza - Fiorentina | Albert byrjar í leik sem verður að vinnast Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson er mættur aftur til æfinga eftir að hafa tekið því rólega í sumar. Gunnar varð fyrir meiðslum á hné í vor og fór í speglun. Hann átti að vera frá í nokkrar vikur en ákvað að taka sumarfrí í kjölfarið og hefur því náð sér að fullu af hnémeiðslum. Gunnar segist vera endurnærður eftir gott sumarfrí. „Ég er mættur aftur til æfinga eftir frí í sumar,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi.is. „Ég tók því mjög rólega í sumar og er eiginlega búinn að vera í þriggja mánaða sumarfríi. Ég hef verið að þræða ættarmót í allt sumar. Ég finn ekki fyrir neinum verkjum og er farinn að æfa á fullu á ný.“ Gunnar þurfti að hætta við þátttöku í UFC bardagakvöldi sem fram fór í Las Vegas í vor en þar átti Gunnar að vera eitt aðalnúmerið. Gunnar veit ekki hvenær hann muni keppa næst en býst við bardaga í lok þessa árs. „Það er ekkert komið í ljós ennþá en ég tel líklegt að það verði í lok árs. Vanalega gerist þetta mjög fljótt og við erum að horfa til nóvember/desember. Ég er mjög spenntur og er farinn að æfa af krafti.“Mikill uppgangur hefur verið hjá Mjölni á síðustu árum og hefur góður árangur Gunnars í UFC haft jákvæð áhrif. Nýverið stækkaði Mjölnir aðstöðu sína í Héðinshúsi í Vesturbænum og tók í noktun fjórða salinn. Nú er meðal annars boðið upp á Mjölnis-jóga sem hefur vakið athygli. Gunnar segir aðstöðu félagsins eina þá bestu í Evrópu. „Við erum eina bestu MMA stöð sem ég hef séð. Það hefur orðið gríðarleg fjölgun iðkenda og hópurinn hefur þjappast enn betur saman. Það er hrikalega góður andi hjá Mjölni. Það er líka mikil stemmning í ljósi þess að það eru nokkrir félagar að fara til Dublin á sterkt alþjóðlegt mót og við erum alltaf að verða betri. Ég finn að þessir keppendur sem eru að fara til Dublin hafa bætt sig gríðarlega í sumar.“ Meðal keppenda í Dublin á þann 14. september næstkomandi verður Sunna Rannveig Davíðsdóttir. Hún verður fyrsta konan til að keppa fyrir Mjölni í blönduðum bardagalistum. Auk Sunnu muni fjórir íslenskir karlkeppendur taka þátt í mótinu, Euro Fight Night, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í myndbandinu hér að neðan má sjá frá æfingu í Mjölni þar sem Gunnar Nelson ásamt fleirum taka æfingu í Padsa. Jón Viðar hjá Mjölni sá um upptöku og frágang. Padsa-vinna í Mjölni (2013) from Mjolnir MMA on Vimeo.
MMA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Monza - Fiorentina | Albert byrjar í leik sem verður að vinnast Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Sjá meira