Alonso blæs á sögusagnir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2013 11:15 Alonso í sólinni á Ítalíu. Nordicphotos/Getty Fernando Alonso, ökumaður hjá Ferrari í Formúlu 1, segir ekkert hæft í sögusögnum þess efnis að hann ætli að söðla um eða taka sér frí frá íþróttinni. „Ég á enn þrjú og hálft ár eftir af samningi mínum við Ferrari sem ég ætla að standa við og vonandi framlengja. Ég vil ljúka ferli mínum hjá besta liði í heimi sem er Ferrari,“ sagði Alonso við blaðamenn. Formúlu 1 kappaksturinn fer fram á Monza á Ítalíu um helgina. Spánverjinn, sem varð tvívegis heimsmeistari ökuþóra undir merkjum Renault, er í öðru sæti í stigakeppninni í ár. Þrefaldur meistari Sebastian Vettel hefur 46 stiga forskot á Alonso. Ákvörðun Mark Webber að hætta í Formúlu 1 að loknu tímabilinu virðist hafa hrint af stað orðrómum innan íþróttarinnar samkvæmt Reuters. Náði orðrómurinn hámarki þegar sást til umboðsmanns Alonso ræða við Christian Horner, yfirmann hjá Red Bull, í Ungverjalandi í júlí. Umræðuefnið á þó að hafa verið annað en Alonso. Tímatökur fyrir kappaksturinn á Ítalía verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun, laugardag, klukkan 12. Kappaksturinn sjálfur hefst klukkan 12 á sunnudaginn og verður að sjálfsögðu í beinni og opinni dagskrá. Formúla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fernando Alonso, ökumaður hjá Ferrari í Formúlu 1, segir ekkert hæft í sögusögnum þess efnis að hann ætli að söðla um eða taka sér frí frá íþróttinni. „Ég á enn þrjú og hálft ár eftir af samningi mínum við Ferrari sem ég ætla að standa við og vonandi framlengja. Ég vil ljúka ferli mínum hjá besta liði í heimi sem er Ferrari,“ sagði Alonso við blaðamenn. Formúlu 1 kappaksturinn fer fram á Monza á Ítalíu um helgina. Spánverjinn, sem varð tvívegis heimsmeistari ökuþóra undir merkjum Renault, er í öðru sæti í stigakeppninni í ár. Þrefaldur meistari Sebastian Vettel hefur 46 stiga forskot á Alonso. Ákvörðun Mark Webber að hætta í Formúlu 1 að loknu tímabilinu virðist hafa hrint af stað orðrómum innan íþróttarinnar samkvæmt Reuters. Náði orðrómurinn hámarki þegar sást til umboðsmanns Alonso ræða við Christian Horner, yfirmann hjá Red Bull, í Ungverjalandi í júlí. Umræðuefnið á þó að hafa verið annað en Alonso. Tímatökur fyrir kappaksturinn á Ítalía verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun, laugardag, klukkan 12. Kappaksturinn sjálfur hefst klukkan 12 á sunnudaginn og verður að sjálfsögðu í beinni og opinni dagskrá.
Formúla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira