Vettel á ráspól á Monza á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2013 13:08 Sebastian Vettel. Mynd/NordicPhotos/Getty Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull–Renault, þrefaldur heimsmeistari og efsti maður í keppni ökumanna í ár, verður á ráspól í ítalska kappakstrinum á Monza á morgun en Vettel náði bestum tíma í tímatökunni í dag. Þetta er í fjórða sinn á tímabilinu sem Vettel ræsir fyrstur en hann var líka á ráspól í Kanada, Malasíu og Ástralíu. Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull–Renault, varð annar í tímatökunni og Nico Hulkenberg á Sauber–Ferrari kom á óvart með því að ná þriðja sætinu. Ferrari-mennirnir Felipe Massa og Fernando Alonso komu síðan í fjórða og fimmta sætinu. Sebastian Vettel er með 46 stiga forskot á Fernando Alonso í keppninni um heimsmeistaratitilinn en Vettel vann einmitt Belgíukappaksturinn á dögunum. Lewis Hamilton var búinn að vera á ráspólnum í fjórum kappakstrinum í röð en komst ekki í þriðju umferð í tímatökunni í dag og varð að sætta sig að vera í tólfta sætinu.Röð manna á ráspólnum á morgun: 1. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 2. Mark Webber, Red Bull-Renault 3. Nico Hülkenberg, Sauber-Ferrari 4. Felipe Massa, Ferrari 5. Fernando Alonso, Ferrari 6. Nico Rosberg, Mercedes 7. Daniel Ricciardo, Toro Rosso-Ferrari 8. Sergio Pérez, McLaren-Mercedes 9. Jenson Button, McLaren-Mercedes 10. Jean-Éric Vergne, Toro Rosso-Ferrari 11. Kimi Räikkönen, Lotus-Renault 12. Lewis Hamilton, Mercedes Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull–Renault, þrefaldur heimsmeistari og efsti maður í keppni ökumanna í ár, verður á ráspól í ítalska kappakstrinum á Monza á morgun en Vettel náði bestum tíma í tímatökunni í dag. Þetta er í fjórða sinn á tímabilinu sem Vettel ræsir fyrstur en hann var líka á ráspól í Kanada, Malasíu og Ástralíu. Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull–Renault, varð annar í tímatökunni og Nico Hulkenberg á Sauber–Ferrari kom á óvart með því að ná þriðja sætinu. Ferrari-mennirnir Felipe Massa og Fernando Alonso komu síðan í fjórða og fimmta sætinu. Sebastian Vettel er með 46 stiga forskot á Fernando Alonso í keppninni um heimsmeistaratitilinn en Vettel vann einmitt Belgíukappaksturinn á dögunum. Lewis Hamilton var búinn að vera á ráspólnum í fjórum kappakstrinum í röð en komst ekki í þriðju umferð í tímatökunni í dag og varð að sætta sig að vera í tólfta sætinu.Röð manna á ráspólnum á morgun: 1. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 2. Mark Webber, Red Bull-Renault 3. Nico Hülkenberg, Sauber-Ferrari 4. Felipe Massa, Ferrari 5. Fernando Alonso, Ferrari 6. Nico Rosberg, Mercedes 7. Daniel Ricciardo, Toro Rosso-Ferrari 8. Sergio Pérez, McLaren-Mercedes 9. Jenson Button, McLaren-Mercedes 10. Jean-Éric Vergne, Toro Rosso-Ferrari 11. Kimi Räikkönen, Lotus-Renault 12. Lewis Hamilton, Mercedes
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira