Fótbolti

Gylfi fékk hvíldarskiptingu í stórsigri Spurs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Nordicphotos/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Tottenham sem slátraði Dinamo Tibilisi 5-0 í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildar í Georgíu í kvöld.

Androw Townsend var í lykilhlutverki hjá Spurs í kvöld. Hinn snöggi og sókndjarfi Englendingur skoraði fyrsta markið og lagði upp tvö þau næstu fyrir Brasilíumanninn Paulinho og Spánverjann Roberto Soldado.

Vinstri bakvörðurinn Danny Rose skoraði fjórða mark Spurs og Soldado bætti við öðru marki sínu á 67. mínútu. Ljóst er að síðari leikurinn verður formsatriði fyrir Lundúnaliðið.

Þegar staðan var orðin 3-0 byrjaði stjóri Tottenham, Andre Villas-Boas, að skipta lykilmönnum af velli. Fyrstur fór Gylfi, þá Paulinho og loks Soldado. Mikið álag hefur verið á Gylfa undanfarnar vikur enda hefur hann spilað manna mest á undirbúningstímabilinu.

Belginn Nacer Chaldi kom inn á fyrir Gylfa á 61. mínútu og lagði upp tvö síðustu mörk Spurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×