Fótbolti

Heimir Guðjóns: Þetta víti var ekkert sérstakt

Eyþór Atli Einarsson í Kaplakrika skrifar
Mynd/Stefán
„Það er svekkjandi að tapa á heimavelli 2-0. Í fyrri hálfleik voru þeir ekki að skapa sér mjög mikið. Þeir voru meira með boltann og við gleymdum okkur augnablik og fáum á okkur mark,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir tap sinna manna gegn feykisterku Genkliði.

„Við vissum að Jelle Vossen væri hættulegur í teignum því við vorum búnir að skoða það í morgun. Við lögðum mikið í leikinn en það vantaði betri ákvörðunartökur á síðasta þriðjungi þeirra og við fengum góð færi í leiknum en náðum ekki að nýta þau.“

„Við vorum búnir að tala um það að ef þeir væru búnir að halda boltanum lengi innan liðsins þá þyrftum við að stoppa þá, því það er erfitt að vera í eltingaleik í langan tíma en þvi miður náðum við því ekki í þessu markinu. Við héldum þó áfram allan leikinn og sköpuðum eins og áður segir nokkur góð færi sem við náum ekki að nýta okkur.“

„Það hefði skipt gríðarlega miklu máli upp á seinni leikinn að skora úr þessu víti en flestir séu sammála um það að þetta víti var ekkert sérstakt.“

„Möguleikarnir eru ekki miklir en við sáum það í leiknum að þegar við tökum réttar ákvarðanir inni á vellinum þá eru miklir möguleikar sóknarlega. Við gefumst aldrei upp og nú förum við bara út og reynum að standa okkur þar,“ sagði Heimir að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×