Mikil stemmning í Reykjavíkurmaraþoninu Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. ágúst 2013 11:26 Pétur Jóhann Sigfússon í mark Myndir/Daníel Rúnarsson Dagskrá Menningarnætur hófst í morgun með Reykjavíkurmaraþoninu. Um 14000 manns tóku þátt í maraþoninu en þátttakan hefur aldrei verið meiri. Þá söfnuðust tæplega 67 milljónir til styrktar góðra málefna samkvæmt heimasíðunni hlaupastyrkur.is, þar sem áheitasöfnun fer fram. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ræsti maraþonið, sem eru 42 kílómetrar, og hálf-maraþonið, sem eru 21 kílómetri. Þeir hlauparar fóru fyrst af stað klukkan 8.40 í morgun. Jón Gnarr, borgarstjóri, ræsti svo tíu kílómetra hlaupið, rétt rúmlega hálf tíu í morgun. Skemmtiskokkið hefst svo klukkan 12.15, en það eru þrír kílómetrar. Þetta er í þrítugusta sinn sem Reykjavíkurmaraþonið er haldið. Fyrsta hlaupið var haldið 24. ágúst, 1984. Að sögn hlauparanna var ekki jafn margt í bænum og undanfarin ár, og telja margir veðrið þar spila inn í. En óvenju mikil stemning hafði myndast á leiðinni, þar sem íbúar stóðu meðfram hlaupaleiðinni og hvöttu hlauparana áfram. Þá voru hljómsveitir sem spiluðu á leiðinni fyrir áhorfendur og hlaupara.Kári Steinn, hlaupariPétur Sturla og Rósa Björk eru Íslandsmeistarar í maraþoni 2013. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er Íslandsmeistaramót í maraþoni. Íslandsmeistarar árið 2013 eru Rósa Björk Svavarsdóttir og Pétur Sturla Bjarnason. Íslandsmeistaramótið í maraþoni - sigurvegarar í karlaflokki1. Pétur Sturla Bjarnason 2:46:512. Sigurjón Ernir Sturluson, 2:57:43 3. Þórir Magnússon, 3:04:35 Íslandsmeistaramótið í maraþoni - sigurvegarar í kvennaflokki1. Rósa Björk Svavarsdóttir 3:35:26 2. Ásta Kristín R. Parker, 3:44:36 3. Elín Gísladóttir, 3:44:41 Þó var sigurvegari í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þau Melanie Staley og James Buis, frá Bretlandi. Fyrstu konur í mark í maraþoni:1. Melanie Staley, UK, 2:55:142. Elena Calvillo Arteaga, ESP, 3:12:553. Sara Bryony Brown, UK, 3:13:02 Fyrstu þrír karlar:1. James Buis, UK, 2:33:492. Eddi C Valentine, USA, 2:36:443. Graham Breen, UK, 2:39:18 Kári Steinn og Helen sigruðu í hálfu maraþoni Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson sigraði í hálfmaraþoni í karlaflokki. Helen Ólafsdóttir var fyrst kvenna í mark í hálfu maraþoni. Fyrstu þrjár konur í mark í hálfu maraþoni: 1. Helen Ólafsdóttir, 1:22:572. Martha Erntsdóttir, 1:24:043. Íris Anna Skúladóttir, 1:25:18 Fyrstu þrír karlar í mark: 1. Kári Steinn Karlsson, 1:07:402. Denis Korablev, Rússlandi, 1:12:513. Javier Rodriguez, Bandaríkjunum, 1:17:11Kevin og Arndís fyrst í mark í 10 km hlaupinu Kevin Rojas Andersson frá Bretlandi og Arndís Ýr Hafþórsdóttir sigruðu í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2013. Fyrstu þrjár konur í mark í 10 km hlaupinu1. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, 38:372. Helga Guðný Elíasdóttir 41:203. Borghildur Valgeirsdóttir, 41:37 Fyrstu þrír karlar í mark í 10 km hlaupinu1. Kevin Rojas Anderson, UK, 31:502. Þorbergur Ingi Jónsson, ISL, 32:003. Howard Bristow, UK, 32:08 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Dagskrá Menningarnætur hófst í morgun með Reykjavíkurmaraþoninu. Um 14000 manns tóku þátt í maraþoninu en þátttakan hefur aldrei verið meiri. Þá söfnuðust tæplega 67 milljónir til styrktar góðra málefna samkvæmt heimasíðunni hlaupastyrkur.is, þar sem áheitasöfnun fer fram. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ræsti maraþonið, sem eru 42 kílómetrar, og hálf-maraþonið, sem eru 21 kílómetri. Þeir hlauparar fóru fyrst af stað klukkan 8.40 í morgun. Jón Gnarr, borgarstjóri, ræsti svo tíu kílómetra hlaupið, rétt rúmlega hálf tíu í morgun. Skemmtiskokkið hefst svo klukkan 12.15, en það eru þrír kílómetrar. Þetta er í þrítugusta sinn sem Reykjavíkurmaraþonið er haldið. Fyrsta hlaupið var haldið 24. ágúst, 1984. Að sögn hlauparanna var ekki jafn margt í bænum og undanfarin ár, og telja margir veðrið þar spila inn í. En óvenju mikil stemning hafði myndast á leiðinni, þar sem íbúar stóðu meðfram hlaupaleiðinni og hvöttu hlauparana áfram. Þá voru hljómsveitir sem spiluðu á leiðinni fyrir áhorfendur og hlaupara.Kári Steinn, hlaupariPétur Sturla og Rósa Björk eru Íslandsmeistarar í maraþoni 2013. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er Íslandsmeistaramót í maraþoni. Íslandsmeistarar árið 2013 eru Rósa Björk Svavarsdóttir og Pétur Sturla Bjarnason. Íslandsmeistaramótið í maraþoni - sigurvegarar í karlaflokki1. Pétur Sturla Bjarnason 2:46:512. Sigurjón Ernir Sturluson, 2:57:43 3. Þórir Magnússon, 3:04:35 Íslandsmeistaramótið í maraþoni - sigurvegarar í kvennaflokki1. Rósa Björk Svavarsdóttir 3:35:26 2. Ásta Kristín R. Parker, 3:44:36 3. Elín Gísladóttir, 3:44:41 Þó var sigurvegari í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þau Melanie Staley og James Buis, frá Bretlandi. Fyrstu konur í mark í maraþoni:1. Melanie Staley, UK, 2:55:142. Elena Calvillo Arteaga, ESP, 3:12:553. Sara Bryony Brown, UK, 3:13:02 Fyrstu þrír karlar:1. James Buis, UK, 2:33:492. Eddi C Valentine, USA, 2:36:443. Graham Breen, UK, 2:39:18 Kári Steinn og Helen sigruðu í hálfu maraþoni Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson sigraði í hálfmaraþoni í karlaflokki. Helen Ólafsdóttir var fyrst kvenna í mark í hálfu maraþoni. Fyrstu þrjár konur í mark í hálfu maraþoni: 1. Helen Ólafsdóttir, 1:22:572. Martha Erntsdóttir, 1:24:043. Íris Anna Skúladóttir, 1:25:18 Fyrstu þrír karlar í mark: 1. Kári Steinn Karlsson, 1:07:402. Denis Korablev, Rússlandi, 1:12:513. Javier Rodriguez, Bandaríkjunum, 1:17:11Kevin og Arndís fyrst í mark í 10 km hlaupinu Kevin Rojas Andersson frá Bretlandi og Arndís Ýr Hafþórsdóttir sigruðu í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2013. Fyrstu þrjár konur í mark í 10 km hlaupinu1. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, 38:372. Helga Guðný Elíasdóttir 41:203. Borghildur Valgeirsdóttir, 41:37 Fyrstu þrír karlar í mark í 10 km hlaupinu1. Kevin Rojas Anderson, UK, 31:502. Þorbergur Ingi Jónsson, ISL, 32:003. Howard Bristow, UK, 32:08
Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira