Harmageddon velti fyrir sér áherslumálum Vigdísar Hauks í morgun.
Haft er eftir henni af Facebook að henni lítist vel á hugmyndir systurflokks Framsóknar í Noregi, Framfaraflokksins, um að afnema bann á glóperum.
Það er svo sem gott og blessað að afnema hin ýmsu boð og bönn, en forsendur Vigdísar í málinu eru náttúrulega galnar.
Þær byggjast nefnilega fyrst og fremst á því að reglugerðin kemur frá ESB.

