Fótbolti

FH komst yfir í Belgíu en tapaði 2-5

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr fyrri leik liðanna í Kaplakrika.
Úr fyrri leik liðanna í Kaplakrika. Mynd/Arnþór
FH-ingar eru úr leik í Evrópudeild UEFA eftir 2-5 tap í seinni leiknum á móti belgíska félaginu Genk í kvöld. FH tapaði því einvíginu samanlagt 2-7. FH-ingar eiga reyndar smá von um að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en þeir taka þátt í happadrætti á morgun.

Þau lið sem féllu út úr keppninni í kvöld fara öll í pott þar sem dregið verður um hvaða lið tekur sæti tyrkneska liðsins Fenerbahce sem hefur verið vísað úr keppni. FH er eitt af 30 félögum sem gæti komist bakdyramegin inn í Evrópudeildina.

FH-ingar lentu undir í kvöld eftir aðeins fimm mínútna leik en komu mjög sterkir til baka. Ólafur Páll Snorrason jafnaði metin á 27. mínútu og Björn Daníel Sverrisson kom FH síðan í 2-1 í upphafi seinni hálfleiksins. FH þurfti þá bara eitt mark í viðbót til að slá Genk út.

Belgarnir skiptu þá um gír, skoruðu þrjú mörk á aðeins sjö mínútna kafla og gerðu endanlega út um einvígið. Túnisbúinn Fabien Camus innsiglaði síðan sigurinn með sínu öðru marki tólf mínútum fyrir leikslok og lokatölurnar urðu því 5-2 fyrir Genk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×