Innlent

Risastór loftsteinn sást frá Akureyri

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Loftsteinninn þaut hjá klukkan 21.20 í kvöld.
Loftsteinninn þaut hjá klukkan 21.20 í kvöld. MYND/BENEDIKT H. SIGURGEIRSSON
Benedikt H. Sigurgeirssyni, íbúa á Akureyri, tókst að festa þennan loftstein á filmu þegar hann þaut hjá í kvöld. Benedikt sá til steinsins klukkan 21:20, en hann var á leið suðvestur.

Eins og Vísir greindi frá fyrr í kvöld nær hin árlega loftsteinadrífa Persítar hámarki sínu í kvöld og nótt. Talið er að áttatíu til hundrað steinar muni sjást brenna upp í andrúmslofti jarðarinnar á milli klukkan 23:00 og 04:00 að íslenskum tíma.

Veðurskilyrði til að fylgjast með slíku sjónarspili eru að sögn Veðurstofu mjög góð, en nú þegar hafa nokkrir lesendur haft samband við Vísi og lýst steinunum svífa yfir himinhvolfið með milli aðdáun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×