Frábært útspil Lexus Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2013 10:30 Þeir sem prófa hinn nýja Lexus IS 300h bíl hljóta að velta því mikið fyrir sér hvernig hægt sé að búa til svo kraftmikinn lúxusbíl sem þennan sem eyðir minna en 6 lítrum á hundraðið við átakamikinn akstur. Þar að auki er hann hreinræktaður lúxusbíll sem fer ótrúlega vel með farþega og troðinn af góðgæti. Rúsínan í pylsuendanum er svo það að bíllinn kostar innan við 7 milljónir króna. Lexus IS 300h er Hybrid bíll eins og svo margir aðrir bílar Lexus öndvert við IS 250 sem hefur verið í boði á undanförnum árum og verður það áfram. Lexus IS línan er sú minnsta frá Lexus, lúxusbílaarmi Toyota. Langt er þó frá því að Lexus IS 300h sé smár bíll, en hann er 8 cm lengri en IS 250 og 1 cm breiðari og hjólhafið hefur lengst um 7 cm sem allt nýtist í aukið aftursætisrými. Ytra útlit þessa nýja IS bíls er sérlega laglegt og ekki fer hjá því að þar fari fallegasti bíll Lexus í bili. Hliðarsvipurinn er bæði glæsilegur og sportlegur og mjög afgerandi uppsveigð lína frá síls og aftureftir bílnum gefur honum mikinn karakter. Framendinn er mjög grimmur og flottur og ber mikinn svip fá Lexus LFA ofurbílnum með snældulaga grillinu. Lexus hefur tekið rækilega til í hönnunardeild sinni og nýjustu bílar fyrirtækisins bera vitni um djörfung og þor og veitti reyndar ekki af. Bílar Lexus bera allt í einu meira vitni framúrstefnu en bílar helstu samkeppnisaðilanna frá Þýskalandi. Liggur eins og klessa Það er ávallt nokkuð mögnuð tilfinning að leggja af stað í bíl sem er algerlega hljóðlaus, en bíllinn leggur ávallt af stað á rafmagninu einu saman og ef ekki er stigið á bensíngjöfina af þess meira afli má aka glettilega langt á því þangað til vélin kemur til kastanna. Samtals býr Lexus IS 300h að 223 hestöflum, 181 þeirra frá 2,5 lítra bensínvélinni, en restinni frá rafgeymum bílsins. Fyrir vikið er hann snarpur bíll sem gaman er að gefa inn. Hann er 8,3 sekúndur í hundraðið, þó tilfinningin sé sú að hann sé fljótari. Nægt afl er ávallt til staðar og fyrir vikið er ákaflega gaman að leika sér á bílnum. Það sem gerir þann leik enn skemmtilegri er frábær fjöðrun bílsins og það má leggja mikið á þennan bíl í akstri. Hann liggur alltaf eins og klessa og fágun er fyrsta orðið sem kemur upp í hugann við akstur þessa bíls. Eins og góðum akstursbíl sæmir er bíllinn afturhjóladrifinn, en hrikalega erfitt er missa grip á honum og kom slíkt aldrei til þó lögmálum væri storkað. Rafstýrð, stiglaus CVT-skiptingin hefur bæði kosti og ókosti. Kostur hennar kemur í ljós þegar lítið er átt við bensíngjöfina, en þá finnst eingfaldlega ekki fyrir skiptingum og hún er algerlega hljóðlaus. Ókostur hennar kemur hinsvegar í ljós þegar gefið er í, en þá virkar hún of sein og aflið skilar sér seint. Bæði frá kyrrstöðu og þegar bíllinn er botnaður á ferð verður talsverð bið eftir aflinu og telst það meðal fárra ókosta við bílinn. Fáránlega lítil eyðsla Reynsluakstur bílsins fór að stórum hluta fram í langkeyrslu og ef eitthvað er reyndist bíllinn enn heppilegri þar en í borginni. Ekki finnst fyrir hraða í bílnum og vara má sig á því en bílnum finnst ekki leiðinlegt á vænum hraða. Einn af mörgum kostum þessa bíls er hversu hljóðlátur hann er og eykur það enn við þá lúxustilfinningu sem því fylgir að aka bílnum. Stærsti kosturinn er þó fólginn í því að bílinn er fáránlega sparneytinn og hvort sem honum er ekið innanbæjar eða í langkeyrslu sýnir hann hlægilegar tölur. Auðvelt að láta hann sýna innan við 5 lítra, en miklu skemmtilegra er að taka aðeins á bílnum, en samt sýnir hann yfirleitt innan við 6 lítra. Flestir bílar með þetta mikið afl væru með 10-12 lítra á hundraðið við svona akstur. Við yfir 2 tíma samfellda langkeyrslu fóru sætin svo vel með ökumann að ekki vottaði fyrir þreytu. Sama átti við aftursætisfarþega. Framsætin eru með vænum hliðarstuðningi og minna á sportsæti, en eru með allra þægilegustu sætum sem reynsluökumaður hefur upplifað. Hljóðið sem kemur frá vél bílsins við inngjöf verður til þess að mikið verður gert af því, en Lexus styðst við hljómkerfi bílsins til að gera það sem fallegast. Lexus IS 300h er lægri á vegi en IS 250 bíllinn og telst það ókostur við íslenskar aðstæður. Helst fannst fyrir því þegar bílum var lagt, en framendinn er það lágur að hann kemst sjaldnast upp fyrir gangstéttarkanta. Vönduð smíði og falleg innrétting Lexus IS 300h er eins og flestir Lexus bílar hlaðinn útbúnaði og lúxus og allt er hrikalega vel frá gengið og faglega smíðað. Gæðasmíði hefur ávallt einkennt Lexus bíla og bilanatíðni þeirra afskaplega lág og ef eitthvað bilar er þjónustan um allan heim frábær, líka á Íslandi. Innrétting bílsins er gullfalleg og greinilega einkar vel smíðuð og bíllinn er hlaðinn lúxusbúnaði sem alltof langt mál er að telja upp hér. Mælarnir og 4,2 tommu upplýsingaskjárinn fyrir miðju eru flottir og þegar skipt er í Sport-stillingu breytist hleðslumælir Hybrid kerfisins í snúningshraðamæli í stafrænu mælaborðinu, mjög áhrifamikið og töff. Með tilkomu þessa bíls er Lexus komið fram með mjög öflugan keppinaut við bíla svipaðrar stærðar frá þýska framleiðendunum og mega Audi A4, BMW þristurinn og Mercedes Benz C-línan var sig í samkeppninni við þennan bíl, sem að auki er boðinn á fínu verði. Ekki sakar að þegar bíllinn er fylltur eldsneyti má búast við því að ekki þurfi að fylla aftur fyrr en eftir ríflega 1.500 km akstur ef uppgefinni eyðslu, 4,3 lítrum er náð. Kostir: Lítil eyðsla, aksturseiginleikar, lúxus og frágangur Ókostir: Sein skipting við inngjöf, lítil veghæð 2,5 l. bensín, 223 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,3 l./100 km í bl. akstri Mengun: 99 g/km CO2 Hröðun: 8,3 sek. Hámarkshraði: 200 km/klst Verð: 6.990.000 kr. Umboð: Lexus á Íslandi Innrétting bílsins er mjög vönduð og falleg Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent
Þeir sem prófa hinn nýja Lexus IS 300h bíl hljóta að velta því mikið fyrir sér hvernig hægt sé að búa til svo kraftmikinn lúxusbíl sem þennan sem eyðir minna en 6 lítrum á hundraðið við átakamikinn akstur. Þar að auki er hann hreinræktaður lúxusbíll sem fer ótrúlega vel með farþega og troðinn af góðgæti. Rúsínan í pylsuendanum er svo það að bíllinn kostar innan við 7 milljónir króna. Lexus IS 300h er Hybrid bíll eins og svo margir aðrir bílar Lexus öndvert við IS 250 sem hefur verið í boði á undanförnum árum og verður það áfram. Lexus IS línan er sú minnsta frá Lexus, lúxusbílaarmi Toyota. Langt er þó frá því að Lexus IS 300h sé smár bíll, en hann er 8 cm lengri en IS 250 og 1 cm breiðari og hjólhafið hefur lengst um 7 cm sem allt nýtist í aukið aftursætisrými. Ytra útlit þessa nýja IS bíls er sérlega laglegt og ekki fer hjá því að þar fari fallegasti bíll Lexus í bili. Hliðarsvipurinn er bæði glæsilegur og sportlegur og mjög afgerandi uppsveigð lína frá síls og aftureftir bílnum gefur honum mikinn karakter. Framendinn er mjög grimmur og flottur og ber mikinn svip fá Lexus LFA ofurbílnum með snældulaga grillinu. Lexus hefur tekið rækilega til í hönnunardeild sinni og nýjustu bílar fyrirtækisins bera vitni um djörfung og þor og veitti reyndar ekki af. Bílar Lexus bera allt í einu meira vitni framúrstefnu en bílar helstu samkeppnisaðilanna frá Þýskalandi. Liggur eins og klessa Það er ávallt nokkuð mögnuð tilfinning að leggja af stað í bíl sem er algerlega hljóðlaus, en bíllinn leggur ávallt af stað á rafmagninu einu saman og ef ekki er stigið á bensíngjöfina af þess meira afli má aka glettilega langt á því þangað til vélin kemur til kastanna. Samtals býr Lexus IS 300h að 223 hestöflum, 181 þeirra frá 2,5 lítra bensínvélinni, en restinni frá rafgeymum bílsins. Fyrir vikið er hann snarpur bíll sem gaman er að gefa inn. Hann er 8,3 sekúndur í hundraðið, þó tilfinningin sé sú að hann sé fljótari. Nægt afl er ávallt til staðar og fyrir vikið er ákaflega gaman að leika sér á bílnum. Það sem gerir þann leik enn skemmtilegri er frábær fjöðrun bílsins og það má leggja mikið á þennan bíl í akstri. Hann liggur alltaf eins og klessa og fágun er fyrsta orðið sem kemur upp í hugann við akstur þessa bíls. Eins og góðum akstursbíl sæmir er bíllinn afturhjóladrifinn, en hrikalega erfitt er missa grip á honum og kom slíkt aldrei til þó lögmálum væri storkað. Rafstýrð, stiglaus CVT-skiptingin hefur bæði kosti og ókosti. Kostur hennar kemur í ljós þegar lítið er átt við bensíngjöfina, en þá finnst eingfaldlega ekki fyrir skiptingum og hún er algerlega hljóðlaus. Ókostur hennar kemur hinsvegar í ljós þegar gefið er í, en þá virkar hún of sein og aflið skilar sér seint. Bæði frá kyrrstöðu og þegar bíllinn er botnaður á ferð verður talsverð bið eftir aflinu og telst það meðal fárra ókosta við bílinn. Fáránlega lítil eyðsla Reynsluakstur bílsins fór að stórum hluta fram í langkeyrslu og ef eitthvað er reyndist bíllinn enn heppilegri þar en í borginni. Ekki finnst fyrir hraða í bílnum og vara má sig á því en bílnum finnst ekki leiðinlegt á vænum hraða. Einn af mörgum kostum þessa bíls er hversu hljóðlátur hann er og eykur það enn við þá lúxustilfinningu sem því fylgir að aka bílnum. Stærsti kosturinn er þó fólginn í því að bílinn er fáránlega sparneytinn og hvort sem honum er ekið innanbæjar eða í langkeyrslu sýnir hann hlægilegar tölur. Auðvelt að láta hann sýna innan við 5 lítra, en miklu skemmtilegra er að taka aðeins á bílnum, en samt sýnir hann yfirleitt innan við 6 lítra. Flestir bílar með þetta mikið afl væru með 10-12 lítra á hundraðið við svona akstur. Við yfir 2 tíma samfellda langkeyrslu fóru sætin svo vel með ökumann að ekki vottaði fyrir þreytu. Sama átti við aftursætisfarþega. Framsætin eru með vænum hliðarstuðningi og minna á sportsæti, en eru með allra þægilegustu sætum sem reynsluökumaður hefur upplifað. Hljóðið sem kemur frá vél bílsins við inngjöf verður til þess að mikið verður gert af því, en Lexus styðst við hljómkerfi bílsins til að gera það sem fallegast. Lexus IS 300h er lægri á vegi en IS 250 bíllinn og telst það ókostur við íslenskar aðstæður. Helst fannst fyrir því þegar bílum var lagt, en framendinn er það lágur að hann kemst sjaldnast upp fyrir gangstéttarkanta. Vönduð smíði og falleg innrétting Lexus IS 300h er eins og flestir Lexus bílar hlaðinn útbúnaði og lúxus og allt er hrikalega vel frá gengið og faglega smíðað. Gæðasmíði hefur ávallt einkennt Lexus bíla og bilanatíðni þeirra afskaplega lág og ef eitthvað bilar er þjónustan um allan heim frábær, líka á Íslandi. Innrétting bílsins er gullfalleg og greinilega einkar vel smíðuð og bíllinn er hlaðinn lúxusbúnaði sem alltof langt mál er að telja upp hér. Mælarnir og 4,2 tommu upplýsingaskjárinn fyrir miðju eru flottir og þegar skipt er í Sport-stillingu breytist hleðslumælir Hybrid kerfisins í snúningshraðamæli í stafrænu mælaborðinu, mjög áhrifamikið og töff. Með tilkomu þessa bíls er Lexus komið fram með mjög öflugan keppinaut við bíla svipaðrar stærðar frá þýska framleiðendunum og mega Audi A4, BMW þristurinn og Mercedes Benz C-línan var sig í samkeppninni við þennan bíl, sem að auki er boðinn á fínu verði. Ekki sakar að þegar bíllinn er fylltur eldsneyti má búast við því að ekki þurfi að fylla aftur fyrr en eftir ríflega 1.500 km akstur ef uppgefinni eyðslu, 4,3 lítrum er náð. Kostir: Lítil eyðsla, aksturseiginleikar, lúxus og frágangur Ókostir: Sein skipting við inngjöf, lítil veghæð 2,5 l. bensín, 223 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,3 l./100 km í bl. akstri Mengun: 99 g/km CO2 Hröðun: 8,3 sek. Hámarkshraði: 200 km/klst Verð: 6.990.000 kr. Umboð: Lexus á Íslandi Innrétting bílsins er mjög vönduð og falleg
Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent