Sport

Íslandsmet Jóns Margeirs dugði ekki til að komast á pall

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Margeir Sverrisson
Jón Margeir Sverrisson Mynd/Stefán
Jón Margeir Sverrisson varði í 5. sæti í 200 metra fjórsundi á lokakeppnisdegi heimsmeistaramóts fatlaðra í sundi í Montréal en hann var með þriðja besta tímann inn í úrslitasundið. Það dugði ekki að Jón Margeir bætt Íslandsmet sitt um tæpar tvær sekúndur því hann rétt missti af bronsinu eftir æsispenanndi lokasprett.   

Hollendingurinn Marc Evers var með langbesta tímann og tryggði sér Heimsmeistaratitilinn með glæsilegu sundi. Það var hinsvegar æsispennandi keppni um silfur og brons en bæði verðlaun fóru að lokum til Breta.

Jón Margeir bætti Íslandsmet sitt frá því í morgun með því að synda á 2:18,79 mínútum en Íslandsmet hans frá því í undanrásum var 2.20,49 mínútur og var Jón Margeir þá að bæta metið um rúmlega þrjár sekúndur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×