Saab verksmiðjurnar gangsettar að nýju Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2013 15:32 Verksmiðja Saab í Trollhättan Í næsta mánuði mun framleiðsla hefjast aftur í Saab bílaverksmiðjunum í Trollhättan í Svíþjóð. Þar verða framleiddir Saab 9-3 bílar sem ganga fyrir rafmagni, en einnig hefðbundnir 9-3 bílar með forþjöppuvélar. Kínversk-japanska eignarhaldsfélagið National Electric Vehicle Sweden keypti Saab eftir gjaldþrot þess með það í huga að framleiða rafmagnsbíla en notast samt við framleiðslubíla Saab. Nokkrum erfiðleikum er bundið að hefja framleiðsluna þar sem talsvert af birgjum Saab lögðu upp laupana við gjaldþrotið. Í fyrstu verða aðeins framleiddir hefðbundnir Saab bílar sem ganga fyrir bensíni, en á næsta ári verða smíðaðir rafmagnsbílar í sama útliti. Einir 400 starfsmenn eru nú að störfum í Trollhättan við að undirbúa framleiðsluna og síðan bætast 180 við þegar framleiðslan sjálf hefst. Nýja Saab á eftir að setja upp sölukerfi, en öllum söluumboðum fyrirtækisins var að sjálfsögðu lokað við gjaldþrotið. Ólíklegt þykir að rafmagnsbílarnir nýju með Saab merki verði seldir í Bandaríkjunum í fyrstu, en horft til Evrópu og Asíu í upphafi. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent
Í næsta mánuði mun framleiðsla hefjast aftur í Saab bílaverksmiðjunum í Trollhättan í Svíþjóð. Þar verða framleiddir Saab 9-3 bílar sem ganga fyrir rafmagni, en einnig hefðbundnir 9-3 bílar með forþjöppuvélar. Kínversk-japanska eignarhaldsfélagið National Electric Vehicle Sweden keypti Saab eftir gjaldþrot þess með það í huga að framleiða rafmagnsbíla en notast samt við framleiðslubíla Saab. Nokkrum erfiðleikum er bundið að hefja framleiðsluna þar sem talsvert af birgjum Saab lögðu upp laupana við gjaldþrotið. Í fyrstu verða aðeins framleiddir hefðbundnir Saab bílar sem ganga fyrir bensíni, en á næsta ári verða smíðaðir rafmagnsbílar í sama útliti. Einir 400 starfsmenn eru nú að störfum í Trollhättan við að undirbúa framleiðsluna og síðan bætast 180 við þegar framleiðslan sjálf hefst. Nýja Saab á eftir að setja upp sölukerfi, en öllum söluumboðum fyrirtækisins var að sjálfsögðu lokað við gjaldþrotið. Ólíklegt þykir að rafmagnsbílarnir nýju með Saab merki verði seldir í Bandaríkjunum í fyrstu, en horft til Evrópu og Asíu í upphafi.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent