Saab verksmiðjurnar gangsettar að nýju Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2013 15:32 Verksmiðja Saab í Trollhättan Í næsta mánuði mun framleiðsla hefjast aftur í Saab bílaverksmiðjunum í Trollhättan í Svíþjóð. Þar verða framleiddir Saab 9-3 bílar sem ganga fyrir rafmagni, en einnig hefðbundnir 9-3 bílar með forþjöppuvélar. Kínversk-japanska eignarhaldsfélagið National Electric Vehicle Sweden keypti Saab eftir gjaldþrot þess með það í huga að framleiða rafmagnsbíla en notast samt við framleiðslubíla Saab. Nokkrum erfiðleikum er bundið að hefja framleiðsluna þar sem talsvert af birgjum Saab lögðu upp laupana við gjaldþrotið. Í fyrstu verða aðeins framleiddir hefðbundnir Saab bílar sem ganga fyrir bensíni, en á næsta ári verða smíðaðir rafmagnsbílar í sama útliti. Einir 400 starfsmenn eru nú að störfum í Trollhättan við að undirbúa framleiðsluna og síðan bætast 180 við þegar framleiðslan sjálf hefst. Nýja Saab á eftir að setja upp sölukerfi, en öllum söluumboðum fyrirtækisins var að sjálfsögðu lokað við gjaldþrotið. Ólíklegt þykir að rafmagnsbílarnir nýju með Saab merki verði seldir í Bandaríkjunum í fyrstu, en horft til Evrópu og Asíu í upphafi. Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent
Í næsta mánuði mun framleiðsla hefjast aftur í Saab bílaverksmiðjunum í Trollhättan í Svíþjóð. Þar verða framleiddir Saab 9-3 bílar sem ganga fyrir rafmagni, en einnig hefðbundnir 9-3 bílar með forþjöppuvélar. Kínversk-japanska eignarhaldsfélagið National Electric Vehicle Sweden keypti Saab eftir gjaldþrot þess með það í huga að framleiða rafmagnsbíla en notast samt við framleiðslubíla Saab. Nokkrum erfiðleikum er bundið að hefja framleiðsluna þar sem talsvert af birgjum Saab lögðu upp laupana við gjaldþrotið. Í fyrstu verða aðeins framleiddir hefðbundnir Saab bílar sem ganga fyrir bensíni, en á næsta ári verða smíðaðir rafmagnsbílar í sama útliti. Einir 400 starfsmenn eru nú að störfum í Trollhättan við að undirbúa framleiðsluna og síðan bætast 180 við þegar framleiðslan sjálf hefst. Nýja Saab á eftir að setja upp sölukerfi, en öllum söluumboðum fyrirtækisins var að sjálfsögðu lokað við gjaldþrotið. Ólíklegt þykir að rafmagnsbílarnir nýju með Saab merki verði seldir í Bandaríkjunum í fyrstu, en horft til Evrópu og Asíu í upphafi.
Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent