Saab verksmiðjurnar gangsettar að nýju Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2013 15:32 Verksmiðja Saab í Trollhättan Í næsta mánuði mun framleiðsla hefjast aftur í Saab bílaverksmiðjunum í Trollhättan í Svíþjóð. Þar verða framleiddir Saab 9-3 bílar sem ganga fyrir rafmagni, en einnig hefðbundnir 9-3 bílar með forþjöppuvélar. Kínversk-japanska eignarhaldsfélagið National Electric Vehicle Sweden keypti Saab eftir gjaldþrot þess með það í huga að framleiða rafmagnsbíla en notast samt við framleiðslubíla Saab. Nokkrum erfiðleikum er bundið að hefja framleiðsluna þar sem talsvert af birgjum Saab lögðu upp laupana við gjaldþrotið. Í fyrstu verða aðeins framleiddir hefðbundnir Saab bílar sem ganga fyrir bensíni, en á næsta ári verða smíðaðir rafmagnsbílar í sama útliti. Einir 400 starfsmenn eru nú að störfum í Trollhättan við að undirbúa framleiðsluna og síðan bætast 180 við þegar framleiðslan sjálf hefst. Nýja Saab á eftir að setja upp sölukerfi, en öllum söluumboðum fyrirtækisins var að sjálfsögðu lokað við gjaldþrotið. Ólíklegt þykir að rafmagnsbílarnir nýju með Saab merki verði seldir í Bandaríkjunum í fyrstu, en horft til Evrópu og Asíu í upphafi. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Settu bílslys á svið Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent
Í næsta mánuði mun framleiðsla hefjast aftur í Saab bílaverksmiðjunum í Trollhättan í Svíþjóð. Þar verða framleiddir Saab 9-3 bílar sem ganga fyrir rafmagni, en einnig hefðbundnir 9-3 bílar með forþjöppuvélar. Kínversk-japanska eignarhaldsfélagið National Electric Vehicle Sweden keypti Saab eftir gjaldþrot þess með það í huga að framleiða rafmagnsbíla en notast samt við framleiðslubíla Saab. Nokkrum erfiðleikum er bundið að hefja framleiðsluna þar sem talsvert af birgjum Saab lögðu upp laupana við gjaldþrotið. Í fyrstu verða aðeins framleiddir hefðbundnir Saab bílar sem ganga fyrir bensíni, en á næsta ári verða smíðaðir rafmagnsbílar í sama útliti. Einir 400 starfsmenn eru nú að störfum í Trollhättan við að undirbúa framleiðsluna og síðan bætast 180 við þegar framleiðslan sjálf hefst. Nýja Saab á eftir að setja upp sölukerfi, en öllum söluumboðum fyrirtækisins var að sjálfsögðu lokað við gjaldþrotið. Ólíklegt þykir að rafmagnsbílarnir nýju með Saab merki verði seldir í Bandaríkjunum í fyrstu, en horft til Evrópu og Asíu í upphafi.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Settu bílslys á svið Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent