Sigur Rós á topp 50 hjá Rolling Stone Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 1. ágúst 2013 14:37 Sigur Rós á topp 50 lista Rolling Stone. mynd/365 Íslenska hljómsveitin Sigur Rós er á lista yfir 50 bestu tónleikaflytjendur ársins samkvæmt bandaríska tónlistartímaritinu Rolling Stone. Sigur Rós er í 47. sæti á listanum. Meðal annarra listamanna sem eru á listanum má nefna Lady Gaga sem er tveimur sætum á undan Sigur Rós og Mumford & Sons sem eru í 43. sæti. Fyrstu þrjú sætin á listanum skipa tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen í fyrsta sæti, listamaðurinn Prince sem er í öðru sæti og rokkgoðsagnirnar í Rolling Stones eru í því þriðja. Til þess að komast að því hverjir eru bestir þetta árið óskaði Rolling Stone eftir áliti rithöfunda, fólks úr atvinnulífinu og listamanna. Til þess að komast á lista þurfa flytjendurnir að hafa verið á tónleikaferðalagi á síðustu fimm árum og vera starfandi í dag. Í tímaritinu er farið fögrum orðum um Sigur Rós og hæfileika hljómsveitarinnar til þess gæða hljóðversupptökur lífi á sviðinu. Mest lesið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Íslenska hljómsveitin Sigur Rós er á lista yfir 50 bestu tónleikaflytjendur ársins samkvæmt bandaríska tónlistartímaritinu Rolling Stone. Sigur Rós er í 47. sæti á listanum. Meðal annarra listamanna sem eru á listanum má nefna Lady Gaga sem er tveimur sætum á undan Sigur Rós og Mumford & Sons sem eru í 43. sæti. Fyrstu þrjú sætin á listanum skipa tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen í fyrsta sæti, listamaðurinn Prince sem er í öðru sæti og rokkgoðsagnirnar í Rolling Stones eru í því þriðja. Til þess að komast að því hverjir eru bestir þetta árið óskaði Rolling Stone eftir áliti rithöfunda, fólks úr atvinnulífinu og listamanna. Til þess að komast á lista þurfa flytjendurnir að hafa verið á tónleikaferðalagi á síðustu fimm árum og vera starfandi í dag. Í tímaritinu er farið fögrum orðum um Sigur Rós og hæfileika hljómsveitarinnar til þess gæða hljóðversupptökur lífi á sviðinu.
Mest lesið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira