Kínversk eftirherma VW Taigun Finnur Thorlacius skrifar 4. ágúst 2013 11:15 Sá kínverski og fyrirmyndin Kínverjar hafa gegnum tíðina verið ansi grófir við að stela hönnun annarra, hvort sem það er í bílaiðnaðinum eða annarri framleiðslu. Jiangsu Lake Motors í Kína hefur þó gengið ansi langt með því að sækja um einkaleyfi fyrir þessum bíl í heimalandinu, en hann er svo til alger eftirmynd af jepplingi sem Volkswagen vinnur nú að en er ekki enn kominn í sölu. Frá flestum hliðum er sá kínverski hreinlega alveg eins og sá þýski, þó síst að framan. Kínverska fyrirtækið ætlar að setja þessa eftirhermu á markað árið 2016. Það sem þykir einna sérstakast við þessa óskammfeilnu aðgerð kínverska framleiðandans er að það skuli nú reyna að sækjast eftir einkaleyfi á vinnu annarra og einnig að það gerir fyrirtækið áður en fyrirmyndin er komin á markað. Búast má við því að Volkswagen kæri kínverska framleiðandann fyrir þjófnað á útliti Taigun. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent
Kínverjar hafa gegnum tíðina verið ansi grófir við að stela hönnun annarra, hvort sem það er í bílaiðnaðinum eða annarri framleiðslu. Jiangsu Lake Motors í Kína hefur þó gengið ansi langt með því að sækja um einkaleyfi fyrir þessum bíl í heimalandinu, en hann er svo til alger eftirmynd af jepplingi sem Volkswagen vinnur nú að en er ekki enn kominn í sölu. Frá flestum hliðum er sá kínverski hreinlega alveg eins og sá þýski, þó síst að framan. Kínverska fyrirtækið ætlar að setja þessa eftirhermu á markað árið 2016. Það sem þykir einna sérstakast við þessa óskammfeilnu aðgerð kínverska framleiðandans er að það skuli nú reyna að sækjast eftir einkaleyfi á vinnu annarra og einnig að það gerir fyrirtækið áður en fyrirmyndin er komin á markað. Búast má við því að Volkswagen kæri kínverska framleiðandann fyrir þjófnað á útliti Taigun.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent