Sprettharður maður á spretthörðum bílum Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2013 14:45 Usain Bolt við nýja Ferrari California bíl sinn Það er líklega vel við hæfi að sprettharðasti maður heims, Usain Bolt, sé á spretthörðum bílum. Hann hefur reyndar lengi haft mikinn áhuga á hraðskreiðum bílum og hefur lengi átt Nissan GT-R bíl sem er 2,9 sekúndur í hundraðið. Bolt nær sjálfur um það bil 45 kílómetra hraða og verður að láta það duga á hlaupabrautinni og hefur runnið hundrað metra skeiðið best á 9,58 sekúndum og á heimsmetið fyrir vikið. Bolt á nú orðið vænt bílasafn sem samanstendur nú meðal annars af tveimur BMW bílum, Nissan GT-R, en sá nýjasti er Ferrari California. Hann nær hundraðinu á 3,4 sekúndum með sína 450 hestafla V8 vél. Ekki kemur fram hvort Bolt hafi sjálfur pungað út fyrir Ferrari bílnum, eða hvort hann er gjöf frá bakhjörlum hans. Það felast því líklega nokkur fríðindi því að vera sprettharður. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent
Það er líklega vel við hæfi að sprettharðasti maður heims, Usain Bolt, sé á spretthörðum bílum. Hann hefur reyndar lengi haft mikinn áhuga á hraðskreiðum bílum og hefur lengi átt Nissan GT-R bíl sem er 2,9 sekúndur í hundraðið. Bolt nær sjálfur um það bil 45 kílómetra hraða og verður að láta það duga á hlaupabrautinni og hefur runnið hundrað metra skeiðið best á 9,58 sekúndum og á heimsmetið fyrir vikið. Bolt á nú orðið vænt bílasafn sem samanstendur nú meðal annars af tveimur BMW bílum, Nissan GT-R, en sá nýjasti er Ferrari California. Hann nær hundraðinu á 3,4 sekúndum með sína 450 hestafla V8 vél. Ekki kemur fram hvort Bolt hafi sjálfur pungað út fyrir Ferrari bílnum, eða hvort hann er gjöf frá bakhjörlum hans. Það felast því líklega nokkur fríðindi því að vera sprettharður.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent