Hraðamyndavél sektar 987 ökumenn á klukkutíma Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2013 08:45 Mörgum ökumanninum finnst hraðamyndavélar vera fjársöfnun hins opinbera Hraðamyndavél ein í áströlskum vegi rétt fyrir framan veggöng myndaði 987 ökumenn aka á yfir 40 kílómetra hraða og sektaði ökumenn frá 289 Ástralídollurum uppí 1.660 slíka. Ef meðaltalssektin liggur þar á milli hafa sektirnar numið 961 þúsund dollurum. Vegna vegaframkvæmda hafði leyfilegur hraði verið lækkaður úr 60 í 40 tímabundið. Á þessu áttuðu ökumenn sig ekki og líklega hafa því allir ökumenn þennan klukutíma verið sektaðir. Þessi sektasúpa olli heilmikilli umræðu sem endaði með því að sektirnar hafa allar verið dregnar til baka og punktarnir sem ökumennirnir fengu í skrár sínar voru einnig felldir niður. Ástralska vegaeftirlitið vill meina að ekkert hafi verið að sektarmyndavélinni, en engu að síður viðurkennt að merkingum hafi verið ábótavant og því dregið allt til baka vegna þess þrýstings sem þessi uppákoma olli. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent
Hraðamyndavél ein í áströlskum vegi rétt fyrir framan veggöng myndaði 987 ökumenn aka á yfir 40 kílómetra hraða og sektaði ökumenn frá 289 Ástralídollurum uppí 1.660 slíka. Ef meðaltalssektin liggur þar á milli hafa sektirnar numið 961 þúsund dollurum. Vegna vegaframkvæmda hafði leyfilegur hraði verið lækkaður úr 60 í 40 tímabundið. Á þessu áttuðu ökumenn sig ekki og líklega hafa því allir ökumenn þennan klukutíma verið sektaðir. Þessi sektasúpa olli heilmikilli umræðu sem endaði með því að sektirnar hafa allar verið dregnar til baka og punktarnir sem ökumennirnir fengu í skrár sínar voru einnig felldir niður. Ástralska vegaeftirlitið vill meina að ekkert hafi verið að sektarmyndavélinni, en engu að síður viðurkennt að merkingum hafi verið ábótavant og því dregið allt til baka vegna þess þrýstings sem þessi uppákoma olli.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent