Fótbolti

FH mætir KRC Genk | Gylfi til Georgíu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Stefán
Fimleikafélag Hafnarfjarðar mætir belgíska liðinu KRC Genk í umspili um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Fyrri leikurinn verður hér á landi 22. ágúst.

Fimm lið komu til greina sem mótherjar FH þegar dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag. Liðin fimm voru: AZ Alkmaar, Swansea, Dinamo Kiev, Nice og Genk. Aron Jóhannsson og Jóhann Berg Guðmundsson leika með AZ Alkmaar.

Svo fór að AZ Alkmaar dróst gegn Atromitos frá Aþenu. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hjá Tottenham ferðast til Georgíu og mæta Dinamo Tbilisi.

Skagamaðurinn Þórður Guðjónsson lék á sínum tíma með Genk. Liðið hefur farið vel af stað í belgísku deildinni sem er nýhafin. Liðið hefur unnið báða leiki sína og er í toppsætinu með bestu markatölu allra liða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×