Heimsmeistaramót íslenska hestsins í beinni á Stöð 2 Sport 30. júlí 2013 20:45 Heimsmeistaramót íslenska hestsins er að þessu sinni haldið í höfuðborg Þýskalands og er þetta í fyrsta sinn sem mótið er haldið í miðri stórborg. Stöð 2 Sport hefur tryggt sér útsendingarréttinn á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið verður í Berlín í Þýskalandi dagana 4. - 11. ágúst og verður Stöð 2 Sport með beinar útsendingar frá mótinu alla keppnisdagana og samantektarþætti á kvöldin. Þetta mun verða í fyrsta skipti sem Heimsmeistaramóti íslenska hestsins verður sjónvarpað í heild sinni í beinni útsendingu með íslenskum lýsingum. Setningarathöfn mótsins fer fram á sunnudag og þá mun Dorrit Moussaieff, forsetafrú, ríða í gegnum Brandenborgarhliðið í Berlín ásamt hópreið íslenskra gæðinga sem fara í gegnum miðborgina að mótsvæðinu. Opnunarhátíð mótsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport, sem hefst klukkan 13:00 á sunnudaginn að íslenskum tíma. Heimsmeistaramót íslenska hestsins er að þessu sinni haldið í höfuðborg Þýskalands og er þetta í fyrsta sinn sem mótið er haldið í miðri stórborg. Mikill áhugi er fyrir mótinu, bæði á Íslandi og meðal aðdáenda og eigenda íslenskra hesta um víða veröld. Um tvö þúsund Íslendingar hafa pantað sér miða á mótið en reiknað er með þrjátíu þúsund áhorfendum á mótinu. Íslenskir hestar frá 15 löndum munu taka þátt í heimsmeistaramótinu í Berlín en alls eru 163 þátttakendur skráðir til leiks, þar á meðal 8 fyrrverandi heimsmeistarar. Á heimsmeistaramótinu eru sjö keppnisgreinar; tölt, slaktaumatölt, fjórgangur, fimmgangur, gæðingaskeið, 250 metra skeið og 100 metra flugskeið. Þá munu 44 kynbótahross hljóta dóm í kynbótasýningu. Auk beinna útsendinga verða samantektarþættir á hverju kvöldi þar sem farið verður yfir hápunkta dagsins og sýnd eru viðtöl við keppnisknapa og gesti mótsins. Að mótinu loknu verða vikulegir þættir á dagskrá í ágúst mánuði, þar sem fjallað verður um mótið og mannlífið í kringum það. Viðtöl við keppnisknapa íslenska landsliðsins, þjálfara og aðstandendur. Telma Tómasson, Logi Laxdal og Steindór Guðmundsson munu hafa umsjón með íslenskum lýsingum frá Heimsmeistaramóti íslenska hestsins á Stöð 2 sport.DAGSKRÁ MÓTSINS á Stöð 2 Sport á íslenskum tíma. SUNNUDAGUR 4. ÁGÚST 13:00 - Opnunarhátíð - Riðið um Brandenborgarhlið MÁNUDAGUR 5. ÁGÚST 06:00-15:00 - Kynbótahross - byggingadómar 15:30-16:40 - Kynbótahross – reiðdómar 5 vetra hryssur 21:00-21:30 - Samantekt frá fyrsta degi 30 mín ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 06:30-10:15 - Fjórgangur (V1) forkeppni 10:15-11.30 - Hlé 11:30-14:30 - Fjórgangur (V1) forkeppni 15:15-17:55 - Kynbótahross – reiðdómar 6 vetra og 7 vetra og eldri hryssur 21:00-21:30 - Samantekt frá öðrum degi 30 mín MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 06:00-10:30 - Kynbótahross – reiðdómar stóðhestar – allir flokkar 11:30-14:15 - Fimmgangur (F1) forkeppni 14:15-14:45 - Hlé 14:45-17:30 - Fimmgangur (F1) forkeppni (sýnt á STÖÐ 2 SPORT 3) 21:30-22:00 - Samantekt frá þriðja degi 30 mín FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 06:30-09:15 - Slaktaumatölt (T2) forkeppni 09:15-09:45 - Hlé 09:45-11:30 - Slaktaumatölt (T2) forkeppni 12:00-13:30 - Kynbótahross – yfirlitssýning hryssur 14:00-14:45 - Fjórgangur (V1) A-úrslit ungmenna 15:30-17:30 - Gæðingaskeið (PP1) 17:30 - Gæðingaskeið (PP1) verðlaunaafhending 21:30-22:00 - Samantekt frá fjórða degi 30 mín FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 06:30-10:15 - Tölt (T1) forkeppni 10:15-11:30 - Hlé 11:30-13:15 - Tölt (T1) forkeppni 13:30 - Slaktaumatölt (T2) A-úrslit ungmenna 14:45-16:15 - 250 m skeið (P1) undanriðlar 16:30 - Ræktunarbússýningar 21:00-21:30 - Samantekt frá fimmta degi 30 mín LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 07:00-07:45 - Slaktaumatölt (T2) B-úrslit 08:00-08:45 - Fimmgangur (F1) A-úrslit ungmenna 09:00-09:45 - Tölt (T1) B-úrslit 10:00-11:30 - Kynbótahross – yfirlitssýning stóðhestar 12:00 - Sýning á gömlum kempum 12:45-14-15 - 250 m skeið (P1) undanriðlar 14:15-14:30 - 250 metra skeið (P1) verðlaunafhending 14:30-15:15 - Kynbótahross – hryssur - kynning 15:45-16:30 - Fjórgangur (V1) B-úrslit 16:45-17:30 - Fimmgangur (F1) B-úrslit 21:00-21:30 - Samantekt frá sjötta degi 30 mín SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 07:15-08:00 - Slaktaumatölt (T2) A-úrslit 08:15-09:00 - Tölt (T1) A-úrslit ungmenna 09:15-10:00 - Tölt (T1) A-úrslit 10:00-10:45 - Kynbótahross – stóðhestar - kynning 11:15 - 100 m fljúgandi skeið (P2) 12:30 - 100 m fljúgandi skeið (P2) Verðlaunaafhending 13:00 - Fjórgangur (V1) A-úrslit og sameiginlegur sigurvegari í fjórgangi tilkynntur. Fimmgangur (F1) A-úrslit og sameiginlegur sigurvegari í fimmgangi tilkynntur 14:00 - Lokaathöfn og verðlaunaafhending 21:15 -22:00 - Samantekt frá öllu mótinu. 45mín Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Sjá meira
Stöð 2 Sport hefur tryggt sér útsendingarréttinn á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið verður í Berlín í Þýskalandi dagana 4. - 11. ágúst og verður Stöð 2 Sport með beinar útsendingar frá mótinu alla keppnisdagana og samantektarþætti á kvöldin. Þetta mun verða í fyrsta skipti sem Heimsmeistaramóti íslenska hestsins verður sjónvarpað í heild sinni í beinni útsendingu með íslenskum lýsingum. Setningarathöfn mótsins fer fram á sunnudag og þá mun Dorrit Moussaieff, forsetafrú, ríða í gegnum Brandenborgarhliðið í Berlín ásamt hópreið íslenskra gæðinga sem fara í gegnum miðborgina að mótsvæðinu. Opnunarhátíð mótsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport, sem hefst klukkan 13:00 á sunnudaginn að íslenskum tíma. Heimsmeistaramót íslenska hestsins er að þessu sinni haldið í höfuðborg Þýskalands og er þetta í fyrsta sinn sem mótið er haldið í miðri stórborg. Mikill áhugi er fyrir mótinu, bæði á Íslandi og meðal aðdáenda og eigenda íslenskra hesta um víða veröld. Um tvö þúsund Íslendingar hafa pantað sér miða á mótið en reiknað er með þrjátíu þúsund áhorfendum á mótinu. Íslenskir hestar frá 15 löndum munu taka þátt í heimsmeistaramótinu í Berlín en alls eru 163 þátttakendur skráðir til leiks, þar á meðal 8 fyrrverandi heimsmeistarar. Á heimsmeistaramótinu eru sjö keppnisgreinar; tölt, slaktaumatölt, fjórgangur, fimmgangur, gæðingaskeið, 250 metra skeið og 100 metra flugskeið. Þá munu 44 kynbótahross hljóta dóm í kynbótasýningu. Auk beinna útsendinga verða samantektarþættir á hverju kvöldi þar sem farið verður yfir hápunkta dagsins og sýnd eru viðtöl við keppnisknapa og gesti mótsins. Að mótinu loknu verða vikulegir þættir á dagskrá í ágúst mánuði, þar sem fjallað verður um mótið og mannlífið í kringum það. Viðtöl við keppnisknapa íslenska landsliðsins, þjálfara og aðstandendur. Telma Tómasson, Logi Laxdal og Steindór Guðmundsson munu hafa umsjón með íslenskum lýsingum frá Heimsmeistaramóti íslenska hestsins á Stöð 2 sport.DAGSKRÁ MÓTSINS á Stöð 2 Sport á íslenskum tíma. SUNNUDAGUR 4. ÁGÚST 13:00 - Opnunarhátíð - Riðið um Brandenborgarhlið MÁNUDAGUR 5. ÁGÚST 06:00-15:00 - Kynbótahross - byggingadómar 15:30-16:40 - Kynbótahross – reiðdómar 5 vetra hryssur 21:00-21:30 - Samantekt frá fyrsta degi 30 mín ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 06:30-10:15 - Fjórgangur (V1) forkeppni 10:15-11.30 - Hlé 11:30-14:30 - Fjórgangur (V1) forkeppni 15:15-17:55 - Kynbótahross – reiðdómar 6 vetra og 7 vetra og eldri hryssur 21:00-21:30 - Samantekt frá öðrum degi 30 mín MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 06:00-10:30 - Kynbótahross – reiðdómar stóðhestar – allir flokkar 11:30-14:15 - Fimmgangur (F1) forkeppni 14:15-14:45 - Hlé 14:45-17:30 - Fimmgangur (F1) forkeppni (sýnt á STÖÐ 2 SPORT 3) 21:30-22:00 - Samantekt frá þriðja degi 30 mín FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 06:30-09:15 - Slaktaumatölt (T2) forkeppni 09:15-09:45 - Hlé 09:45-11:30 - Slaktaumatölt (T2) forkeppni 12:00-13:30 - Kynbótahross – yfirlitssýning hryssur 14:00-14:45 - Fjórgangur (V1) A-úrslit ungmenna 15:30-17:30 - Gæðingaskeið (PP1) 17:30 - Gæðingaskeið (PP1) verðlaunaafhending 21:30-22:00 - Samantekt frá fjórða degi 30 mín FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 06:30-10:15 - Tölt (T1) forkeppni 10:15-11:30 - Hlé 11:30-13:15 - Tölt (T1) forkeppni 13:30 - Slaktaumatölt (T2) A-úrslit ungmenna 14:45-16:15 - 250 m skeið (P1) undanriðlar 16:30 - Ræktunarbússýningar 21:00-21:30 - Samantekt frá fimmta degi 30 mín LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 07:00-07:45 - Slaktaumatölt (T2) B-úrslit 08:00-08:45 - Fimmgangur (F1) A-úrslit ungmenna 09:00-09:45 - Tölt (T1) B-úrslit 10:00-11:30 - Kynbótahross – yfirlitssýning stóðhestar 12:00 - Sýning á gömlum kempum 12:45-14-15 - 250 m skeið (P1) undanriðlar 14:15-14:30 - 250 metra skeið (P1) verðlaunafhending 14:30-15:15 - Kynbótahross – hryssur - kynning 15:45-16:30 - Fjórgangur (V1) B-úrslit 16:45-17:30 - Fimmgangur (F1) B-úrslit 21:00-21:30 - Samantekt frá sjötta degi 30 mín SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 07:15-08:00 - Slaktaumatölt (T2) A-úrslit 08:15-09:00 - Tölt (T1) A-úrslit ungmenna 09:15-10:00 - Tölt (T1) A-úrslit 10:00-10:45 - Kynbótahross – stóðhestar - kynning 11:15 - 100 m fljúgandi skeið (P2) 12:30 - 100 m fljúgandi skeið (P2) Verðlaunaafhending 13:00 - Fjórgangur (V1) A-úrslit og sameiginlegur sigurvegari í fjórgangi tilkynntur. Fimmgangur (F1) A-úrslit og sameiginlegur sigurvegari í fimmgangi tilkynntur 14:00 - Lokaathöfn og verðlaunaafhending 21:15 -22:00 - Samantekt frá öllu mótinu. 45mín
Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Sjá meira