Suzuki hugmyndajeppi Finnur Thorlacius skrifar 1. ágúst 2013 08:00 Suzuki gefur með þessari mynd ekki upp mikið um endanlegt útlit Hugmyndajeppi frá Suzuki Hugmyndabíllinn iV-4 frá Suzuki verður frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt í september næstkomandi. Þessi litli jeppi gefur góða hugmynd um hvernig nýr framleiðslujeppi mun líta út sem Suzuki setur á markað á næstunni. Bílasýningin í Frankfurt verður haldin dagana 10. til 22. september í 65. sinn. Auk iV-4 mun Suzuki sýna fjölmarga aðra bíla, þar á meðal nýjan SX4 S-Cross. Nýi jeppinn er hannaður undir kjörorðinu „Grab your field“. Hann býr yfir sterklegum útlitsatriðum jeppa en er um leið persónuleg nálgun Suzuki við sköpun á litlum borgarjeppa. Hann fær ákveðin hönnunaratriði í arf frá öðrum Suzuki jeppum, eins og formhönnun á vélarhlíf og vatnskassahlíf, en heildaryfirbragð bílsins ber með sér nútímaleika og nýjungar. Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent
Hugmyndajeppi frá Suzuki Hugmyndabíllinn iV-4 frá Suzuki verður frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt í september næstkomandi. Þessi litli jeppi gefur góða hugmynd um hvernig nýr framleiðslujeppi mun líta út sem Suzuki setur á markað á næstunni. Bílasýningin í Frankfurt verður haldin dagana 10. til 22. september í 65. sinn. Auk iV-4 mun Suzuki sýna fjölmarga aðra bíla, þar á meðal nýjan SX4 S-Cross. Nýi jeppinn er hannaður undir kjörorðinu „Grab your field“. Hann býr yfir sterklegum útlitsatriðum jeppa en er um leið persónuleg nálgun Suzuki við sköpun á litlum borgarjeppa. Hann fær ákveðin hönnunaratriði í arf frá öðrum Suzuki jeppum, eins og formhönnun á vélarhlíf og vatnskassahlíf, en heildaryfirbragð bílsins ber með sér nútímaleika og nýjungar.
Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent