Audi selur 1,5 milljón bíla 2 árum á undan áætlun Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2013 14:45 Audi A6 Allroad Rupert Stadler forstjóri Audi segir að fyrirtækið muni líklega ná 1,5 milljón bíla sölu á árinu, en Audi seldi 780.500 bíla á fyrri helmingi ársins. Því stefnir allt í að fyrirtækið muni ná yfir 1,5 milljón bíla sölu áður en árið er liðið, en Audi hafði uppi áætlanir um að ná því marki árið 2015. Hin góða sala nú er dregin áfram af góðri sölu í Kína og Bandaríkjunum. Salan á fyrri helmingi ársins var 6% meiri en árið áður og hefur Audi með því dregið á sölu BMW og munar nú aðeins 24.000 bílum, en fyrir ári síðan var sá munur 85.000 bílar. "Við höfum nú náð Mercedes Benz í sölu og stefnum hraðbyri að því að ná BMW líka og höfum aldrei verið nær þeim í sölu", sagði forstjórinn. Stefnan er að ná 2 milljónum bíla árið 2020 og verða þá komnir upp fyrir BMW. BMW seldi 1,54 milljón bíla í fyrra, en Audi seldi 1,45 milljón bíla. Mercedes Benz seldi 1,32 milljón bíla í fyrra. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent
Rupert Stadler forstjóri Audi segir að fyrirtækið muni líklega ná 1,5 milljón bíla sölu á árinu, en Audi seldi 780.500 bíla á fyrri helmingi ársins. Því stefnir allt í að fyrirtækið muni ná yfir 1,5 milljón bíla sölu áður en árið er liðið, en Audi hafði uppi áætlanir um að ná því marki árið 2015. Hin góða sala nú er dregin áfram af góðri sölu í Kína og Bandaríkjunum. Salan á fyrri helmingi ársins var 6% meiri en árið áður og hefur Audi með því dregið á sölu BMW og munar nú aðeins 24.000 bílum, en fyrir ári síðan var sá munur 85.000 bílar. "Við höfum nú náð Mercedes Benz í sölu og stefnum hraðbyri að því að ná BMW líka og höfum aldrei verið nær þeim í sölu", sagði forstjórinn. Stefnan er að ná 2 milljónum bíla árið 2020 og verða þá komnir upp fyrir BMW. BMW seldi 1,54 milljón bíla í fyrra, en Audi seldi 1,45 milljón bíla. Mercedes Benz seldi 1,32 milljón bíla í fyrra.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent