Enski boltinn

United gerði jafntefli við Osaka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kagawa fór illa með nokkur færi í morgun.
Kagawa fór illa með nokkur færi í morgun. Nordic Photos / Getty Images
Shinji Kagawa, leikmaður Manchester United, klúðraði vítaspyrnu gegn fyrrum félögum sínum í Cerezo Osaka en náði að bjarga andlitinu með því að skora fyrra mark sinna manna í 2-2 jafntefli.

United er nú í æfingaferð í Japan og komust heimamenn yfir með marki snemma leiks eftir mistök í varnarlínu United. Kagawa fékk svo tækifæri til að jafna metin úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik en hún var varin.

Kagawa skoraði svo stuttu síðar með skoti af stuttu færi eftir sendingu Ryan Giggs. Minomino kom svo Osaka aftur yfir með frábæru skoti utan teigs sem hafnaði efst í markhorninu.

Wilfried Zaha jafnaði hins vegar jöfnunarmark United í viðbótartíma en það var hans fyrsta mark fyrir Manchester United.

United hefur nú spilað fjóra æfingaleiki í sumar. Liðið hefur unnið einn, gert tvö jafntefli og tapað einum. Næsti leikur liðsins verður í Hong Kong á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×