Toyota naumlega stærstir Finnur Thorlacius skrifar 27. júlí 2013 12:38 Forstjóri Toyota Nú þegar sölutölur fyrir fyrri helming ársins liggja fyrir sést að enn er Toyota stærsti bílaframleiðandi í heimi, en mjög litlu munar á Toyota og General Motors. Toyota seldi 4,91 milljón bíla frá janúar til júní í ár, en General Motors 4,85 milljón bíla. Þarna munar því um 60.000 seldum bílum, en munurinn var aðeins 10.000 bílar á öðrum ársfjórðungi. Sala Toyota dróst saman um 1,2% frá sama tíma í fyrra en sala GM jókst um 4%. Ef sama þróun heldur áfram út árið mun General Motors verða söluhæst á árinu. Dræm sala Toyota bíla í Kína á stærstan þátt í því að dregur á milli bílaframleiðandanna. Þriðji stærsti bílaframleiðandi heims, Volkswagen AG samstæðan seldi 4,7 milljón bíla svo ekki munar miklu á þremur stærstu framleiðendunum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent
Nú þegar sölutölur fyrir fyrri helming ársins liggja fyrir sést að enn er Toyota stærsti bílaframleiðandi í heimi, en mjög litlu munar á Toyota og General Motors. Toyota seldi 4,91 milljón bíla frá janúar til júní í ár, en General Motors 4,85 milljón bíla. Þarna munar því um 60.000 seldum bílum, en munurinn var aðeins 10.000 bílar á öðrum ársfjórðungi. Sala Toyota dróst saman um 1,2% frá sama tíma í fyrra en sala GM jókst um 4%. Ef sama þróun heldur áfram út árið mun General Motors verða söluhæst á árinu. Dræm sala Toyota bíla í Kína á stærstan þátt í því að dregur á milli bílaframleiðandanna. Þriðji stærsti bílaframleiðandi heims, Volkswagen AG samstæðan seldi 4,7 milljón bíla svo ekki munar miklu á þremur stærstu framleiðendunum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent