Toyota naumlega stærstir Finnur Thorlacius skrifar 27. júlí 2013 12:38 Forstjóri Toyota Nú þegar sölutölur fyrir fyrri helming ársins liggja fyrir sést að enn er Toyota stærsti bílaframleiðandi í heimi, en mjög litlu munar á Toyota og General Motors. Toyota seldi 4,91 milljón bíla frá janúar til júní í ár, en General Motors 4,85 milljón bíla. Þarna munar því um 60.000 seldum bílum, en munurinn var aðeins 10.000 bílar á öðrum ársfjórðungi. Sala Toyota dróst saman um 1,2% frá sama tíma í fyrra en sala GM jókst um 4%. Ef sama þróun heldur áfram út árið mun General Motors verða söluhæst á árinu. Dræm sala Toyota bíla í Kína á stærstan þátt í því að dregur á milli bílaframleiðandanna. Þriðji stærsti bílaframleiðandi heims, Volkswagen AG samstæðan seldi 4,7 milljón bíla svo ekki munar miklu á þremur stærstu framleiðendunum. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent
Nú þegar sölutölur fyrir fyrri helming ársins liggja fyrir sést að enn er Toyota stærsti bílaframleiðandi í heimi, en mjög litlu munar á Toyota og General Motors. Toyota seldi 4,91 milljón bíla frá janúar til júní í ár, en General Motors 4,85 milljón bíla. Þarna munar því um 60.000 seldum bílum, en munurinn var aðeins 10.000 bílar á öðrum ársfjórðungi. Sala Toyota dróst saman um 1,2% frá sama tíma í fyrra en sala GM jókst um 4%. Ef sama þróun heldur áfram út árið mun General Motors verða söluhæst á árinu. Dræm sala Toyota bíla í Kína á stærstan þátt í því að dregur á milli bílaframleiðandanna. Þriðji stærsti bílaframleiðandi heims, Volkswagen AG samstæðan seldi 4,7 milljón bíla svo ekki munar miklu á þremur stærstu framleiðendunum.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent