Mótorhjólamaður bjargar kaffibollanum Finnur Thorlacius skrifar 15. júlí 2013 09:15 Hann var með athyglisgáfuna í lagi mótorhjólamaðurinn Nate Bos í Utah fylki í Bandaríkjunum um daginn og myndaði allt í leiðinni. Hann er á rúntinum að njóta mótorhjóls síns þegar hann tekur eftir því að kaffibolli er ofan á afturstuðara jeppa sem fyrir framan hann er. Hann gerir sér lítið fyrir, ekur aftan að bílnum og grípur kaffibollann áður en hann dettur af stuðaranum. Því næst ekur hann að hlið ökumanns jeppans, sem er kona og afhendir henni bollann við mikla furðu hennar og þakklæti. Það er ekki alveg á allra færi að leika þetta eftir en fimi hans á hjólinu lætur þetta líta út fyrir að vera mikill hægðarleikur. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent
Hann var með athyglisgáfuna í lagi mótorhjólamaðurinn Nate Bos í Utah fylki í Bandaríkjunum um daginn og myndaði allt í leiðinni. Hann er á rúntinum að njóta mótorhjóls síns þegar hann tekur eftir því að kaffibolli er ofan á afturstuðara jeppa sem fyrir framan hann er. Hann gerir sér lítið fyrir, ekur aftan að bílnum og grípur kaffibollann áður en hann dettur af stuðaranum. Því næst ekur hann að hlið ökumanns jeppans, sem er kona og afhendir henni bollann við mikla furðu hennar og þakklæti. Það er ekki alveg á allra færi að leika þetta eftir en fimi hans á hjólinu lætur þetta líta út fyrir að vera mikill hægðarleikur.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent